Innlent

Eva gefur kost á sér í 2 - 3. sæti í Reykjavík

Birta Svavarsdóttir skrifar
Eva H. Baldursdóttir
Eva H. Baldursdóttir
Eva H. Baldursdóttir, 34 ára lögfræðingur og varaborgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. - 3. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar í haust.

Í tilkynningu frá Evu kemur fram að hún sé varaborgarfulltrúi til sex ára fyrir Samfylkinguna og formaður Frjálslyndra jafnaðarmanna. Þá kom hún að vinnu við gerð nýrrar stjórnarskrár, bæði með stjórnlaganefnd og síðar stjórnlagaráði.

„Eva er málsvari nýrrar kynslóðar jafnaðarmanna og vill byggja upp réttlátt og heiðarlegt samfélag. Hún telur að stjórnmálin eigi að tefla fram öflugri framtíðarsýn byggða á módelinu um sterka velferðarsamfélagið eins og á Norðurlöndunum, en rannsóknir sýna að í þeim löndum er mest velmegun bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti.“ segir í tilkynningu frá Evu.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um framboðið á heimasíðunni www.evabaldurs.is og á Facebook-síðu Evu.

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram 8. - 10. september




Fleiri fréttir

Sjá meira


×