Haukur Logi vill leiða lista Framsóknarflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 13:52 Haukur Logi Karlsson Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs. Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs.
Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira