Jeffs: Högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. ágúst 2016 22:10 Ian Jeffs þjálfar kvennalið ÍBV og leikur með karlaliðinu. vísir/anton Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48
Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55