Össur segir prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 11:24 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra segir að prófkjör Pírata hafi verið „bömmer“ og „tóm skel.“ Þetta kemur fram á Facebook-síðu þingmannsins þar sem hann skrifar um prófkjörið en úrslit í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í gærkvöldi. Þau Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Ásta Guðrún Helgadóttir röðuðu sér í efstu þrjú sætin en þau hafa öll setið á þingi fyrir Pírata. Alls kusu 1033 í prófkjörinu en um hundrað frambjóðendur tóku þátt. Að mati Össurar var þátttakan í prófkjörum Pírata skelfilega lítil: „Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi,“ segir í færslu fyrrverandi ráðherrans. Þá fer hann einnig yfir prófkjörið í Norðausturkjördæmi „þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörg þúsund manna grasrót hafi tekið þátt.“ Össur segir að það sama sé uppi á teningnum í kosningum um stefnu Pírata þar sem hann segir að sárafáir taki þátt sé miðað við allan þann fjölda fólks sem styðji flokkinn. Hann segir til að mynda miklu fleiri hafa tekið þátt þegar beint lýðræði var notað til að móta Evrópustefnu Samfylkingarinnar þegar hann var formaður flokksins. „Nálgunin, og viðleitnin til að beita raunverulegu lýðræði, er jákvæð og virðingarverð hjá Pírötum og sannarlega til eftirbreytni. Í framkvæmd er kerfið ekki að virka sérlega vel og virðist eiginlega vera tóm skel utan um góða og lýðræðislega hugmynd. Það býður heim hættunni á elítustjórnun einsog á Pírataspjallinu – sem eins og allir eiga nú orðið að vita á ekkert skylt við Pírata!“ Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar Össur sagði engan mun vera á Pírötum og Samfylkingunni; hann kvaðst að minnsta kosti ekki þekkja hann. Formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, brást við orðum þingmannsins og sagði Pírata ekki vera jafnaðarmenn líkt og samfylkingarfólk. Birgitta Jónsdóttir svaraði svo þeim orðum formannsins og spurði hvað það væri að vera jafnaðarmaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49 Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. 8. ágúst 2016 15:49
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47