Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 14:25 Bjarni og Sigurður Ingi á kynningunni fyrr í dag. vísir/gva „Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF). Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
„Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF).
Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48