Eftirför lögreglu endar illa Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2016 14:02 Það er hlutverk lögreglunnar að stöðva för þeirra sem brjóta lögin og fara til dæmis yfir á rauðu ljósi. Þá er líka gott fyrir lögregluna sjálfa að hlýta lögum. Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum stóð ökumann Oldsmobile bíls að því að fara yfir á rauðu ljósi beint fyrir framan nefið á þeim. Lögreglan tók þá döpru ákörðun að fara á eftir honum áður en grænt ljós kom eða aðgá hvort aðkomandi umferð væri hætta á höndum við þessa aðgerð. Lögreglubíllinn komst ekki einu sinni yfir gatnamótin því Toyota Camry bíll sem kom frá hægri ók á talsverðum hraða á lögreglubíllinn og velti honum við áreksturinn. Enginn meiddist þó við þennan árekstur en talsvert tjón hlaust af og verulega má deila um kappsaman ásetning lögreglumannanna við að ná þrjótnum en í leiðinni að stuðla að því eina tjóni sem af öllu þessu hlaust. Ökumaður Oldsmobile bílsins sem fór yfir á rauðu ljósi slapp vegna þessarar óaðgæslu laganna varða og hefur ekki fundist enn. Það sama má ekki segja um farþega Camry bílsins, sem væntanlega eru enn í sjokki. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent
Það er hlutverk lögreglunnar að stöðva för þeirra sem brjóta lögin og fara til dæmis yfir á rauðu ljósi. Þá er líka gott fyrir lögregluna sjálfa að hlýta lögum. Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum stóð ökumann Oldsmobile bíls að því að fara yfir á rauðu ljósi beint fyrir framan nefið á þeim. Lögreglan tók þá döpru ákörðun að fara á eftir honum áður en grænt ljós kom eða aðgá hvort aðkomandi umferð væri hætta á höndum við þessa aðgerð. Lögreglubíllinn komst ekki einu sinni yfir gatnamótin því Toyota Camry bíll sem kom frá hægri ók á talsverðum hraða á lögreglubíllinn og velti honum við áreksturinn. Enginn meiddist þó við þennan árekstur en talsvert tjón hlaust af og verulega má deila um kappsaman ásetning lögreglumannanna við að ná þrjótnum en í leiðinni að stuðla að því eina tjóni sem af öllu þessu hlaust. Ökumaður Oldsmobile bílsins sem fór yfir á rauðu ljósi slapp vegna þessarar óaðgæslu laganna varða og hefur ekki fundist enn. Það sama má ekki segja um farþega Camry bílsins, sem væntanlega eru enn í sjokki.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent