100.000 mílur Tesla leigubíls Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 09:30 Tesla Model S leigubíllinn í Quebec. Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent