Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2016 13:12 Þórður Guðsteinn Pétursson varð eftur í prófkjörinu en það þykir nokkuð umdeilt. „Ég er rólegur sama hvernig þetta fer. Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. Þórður hlaut mestan stuðning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi og mun því leiða framboðslista flokksins verði hann samþykktur af flokksmönnum. Niðurstaða prófkjörsins hefur verið gagnrýnd á Pírataspjallinu og nokkrir hafa hvatt til þess að listinn verði felldur. Það vilja þeir meðal annars gera sökum þess að í efstu sætum listans er engan að finna frá Vestfjörðum, sökum þess að Þórður sé búsettur á Álftanesi og hafi verið á lista Framsóknarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum og enn aðrir telja hann hafa smalað fólki til að kjósa sig. Meðal þeirra sem styðja listann ekki er Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum. Kapteinn Pírata á Vesturlandi, Eiríkur Þór Theódórsson, hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Þórð og niðurstöðu prófkjörsins. Hið sama gera Píratar á Vesturlandi. „Umræður um málefni eru ávallt af hinu góða en ef við skoðum staðreyndir málsins þá sést að gagnrýnin stenst ekki,“ segir Þórður. Á framboðssíðu hans í kosningakerfi Pírata tekur hann til að mynda fram að hann hafi skipað lista annars flokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þar var hann í 17. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.Fólk hvatt til að taka þátt í lýðræðinu Alls kusu 95 í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi en frambjóðendur voru sautján. Því voru rúmlega 5,5 kjósendur á hvern frambjóðanda. Hver sem er gat kosið í prófkjörinu í sínu heimakjördæmi hafi hann verið skráður Pírati í minnst mánuð. „Prófkjör Pírata um landið allt voru auglýst á netinu og í bæjarblöðum og fólk var hvatt til að hafa áhrif á lýðræðið. Það kom mér í raun alveg jafn mikið á óvart og öllum öðrum að ég skyldi hafa orðið efstur,“ segir Þórður og vísar með því ásökunum um smölun heim til föðurhúsanna. Þórður hefur undanfarin ár búið á Áltanesi en hann á rætur að rekja í Stykkishólm, Búðardal á Akranes. Hann segir að ef listinn verði felldur muni hann taka því. „Ef fólk er óánægt með niðurstöðuna þá hafnar það listanum. Þannig virkar lýðræðið og ég mun taka niðurstöðunni hver sem hún verður. Það sem mestu máli skiptir er að fólk sameinist um að kjósa Pírata í kosningunum í haust,“ segir Þórður. Aðspurður um sitt helsta baráttumál er svar Þórðar afdráttarlaust. „Ég mun gera allt sem ég get til að koma samþykktri stefnu Pírata í heilbrigðismálum í gegn og fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga. Ég er félagsmaður í Krafti, félagi ungs fólks sem fengið hefur krabbamein og aðstandenda þeirra. Fáirðu krabbamein núna þá geturðu sótt um styrk frá neyðarsjóði Krafts til að greiða fyrir meðferðina. Þegar ég fékk krabbamein þá var sá sjóður óþarfi. Ég vil bæta kerfið á þann hátt að sjóðurinn verði óþarfur á nýjan leik,“ segir Þórður að lokum. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33 Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Sjá meira
„Ég er rólegur sama hvernig þetta fer. Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. Þórður hlaut mestan stuðning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi og mun því leiða framboðslista flokksins verði hann samþykktur af flokksmönnum. Niðurstaða prófkjörsins hefur verið gagnrýnd á Pírataspjallinu og nokkrir hafa hvatt til þess að listinn verði felldur. Það vilja þeir meðal annars gera sökum þess að í efstu sætum listans er engan að finna frá Vestfjörðum, sökum þess að Þórður sé búsettur á Álftanesi og hafi verið á lista Framsóknarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum og enn aðrir telja hann hafa smalað fólki til að kjósa sig. Meðal þeirra sem styðja listann ekki er Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum. Kapteinn Pírata á Vesturlandi, Eiríkur Þór Theódórsson, hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Þórð og niðurstöðu prófkjörsins. Hið sama gera Píratar á Vesturlandi. „Umræður um málefni eru ávallt af hinu góða en ef við skoðum staðreyndir málsins þá sést að gagnrýnin stenst ekki,“ segir Þórður. Á framboðssíðu hans í kosningakerfi Pírata tekur hann til að mynda fram að hann hafi skipað lista annars flokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þar var hann í 17. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.Fólk hvatt til að taka þátt í lýðræðinu Alls kusu 95 í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi en frambjóðendur voru sautján. Því voru rúmlega 5,5 kjósendur á hvern frambjóðanda. Hver sem er gat kosið í prófkjörinu í sínu heimakjördæmi hafi hann verið skráður Pírati í minnst mánuð. „Prófkjör Pírata um landið allt voru auglýst á netinu og í bæjarblöðum og fólk var hvatt til að hafa áhrif á lýðræðið. Það kom mér í raun alveg jafn mikið á óvart og öllum öðrum að ég skyldi hafa orðið efstur,“ segir Þórður og vísar með því ásökunum um smölun heim til föðurhúsanna. Þórður hefur undanfarin ár búið á Áltanesi en hann á rætur að rekja í Stykkishólm, Búðardal á Akranes. Hann segir að ef listinn verði felldur muni hann taka því. „Ef fólk er óánægt með niðurstöðuna þá hafnar það listanum. Þannig virkar lýðræðið og ég mun taka niðurstöðunni hver sem hún verður. Það sem mestu máli skiptir er að fólk sameinist um að kjósa Pírata í kosningunum í haust,“ segir Þórður. Aðspurður um sitt helsta baráttumál er svar Þórðar afdráttarlaust. „Ég mun gera allt sem ég get til að koma samþykktri stefnu Pírata í heilbrigðismálum í gegn og fella niður greiðsluþátttöku sjúklinga. Ég er félagsmaður í Krafti, félagi ungs fólks sem fengið hefur krabbamein og aðstandenda þeirra. Fáirðu krabbamein núna þá geturðu sótt um styrk frá neyðarsjóði Krafts til að greiða fyrir meðferðina. Þegar ég fékk krabbamein þá var sá sjóður óþarfi. Ég vil bæta kerfið á þann hátt að sjóðurinn verði óþarfur á nýjan leik,“ segir Þórður að lokum.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41 Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33 Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Sjá meira
Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Möguleiki er á að niðurstaða prófkjörs Pírata á höfuðborgarsvæðinu taki breytingum en samkvæmt lögum flokksins þarf að telja atkvæði upp á nýtt. 15. ágúst 2016 09:41
Endurtalið í prófkjöri Pírata Búið er að endurtelja atkvæði í sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi eftir að gagnrýni á lagatúlkun kom fram. 15. ágúst 2016 16:33
Öllum prófkjörum Pírata lokið Þórður Guðsteinn Pétursson mun leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. 16. ágúst 2016 10:37