Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 12:33 Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum. Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum.
Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16
Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent