Segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 13:11 Árni Johnsen vill á þing á ný. Vísir/GVA Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu en á þessum nótum hefst Facebook-færsla á síðunni Árni í framboð á ný: „Það er búið að fara illa með þig Árni,“ sagði einn af elstu og reyndustu menningarfrömuðum Suðurlands við mig fyrir skömmu. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Þér var vikið til hliðar í stjórnmálum að ástæðulausu.“ Því miður er þetta dapurleg staðreynd, því það er ekkert grín að vera sparkaður niður á seinni hluta ævistarfsins. Ef ég hefði tapað á eðlilegan hátt í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 3 árum hefði ég ekki tekið því illa, því eðli lífsins er tap og sigrar. Þá hefði ég þakkað fyrir mig með von um að ég hefði gert gagn,“ segir í færslunni. Árni sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 1983–1987, 1991–2001 og 2007–2013. Hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi en fékk uppreist æru árið 2006, fór í kjölfarið aftur í framboði og náði kjöri í þingkosningum 2007 og 2009. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2013 náði Árni hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sakar þingmennina sem urðu í þremur efstu sætunum að vinna skipulega gegn sér: „Staðreyndin er hins vegar sú að þrír meðframbjóðendur mínir, sem allir lentu í þremur efstu sætum prófkjörsins unnu skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig. Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga Sjálfstæðisflokksins.Meginmarkmiðið í prófkjöri er að almennir kjósendur velji á lista en ekki frambjóðendurnir sjálfir. Þessi vinnubrögð eru ekki ólögleg en þau eru algjörlega siðlaus og ódrengileg á versta máta. Að loknu prófkjörinu kallaði oddvitinn 5 efstu í prófkjörinu til fundar og byrjaði fundinn svo smekklega að lýsa því yfir að nú væru spennandi tímar framundan í Suðurkjördæmi. „því við erum laus við Árna Johnsen og nú er ýmislegt hægt að gera." Blessuð konan vissi ekki og veit ekki að ég var með afkastamestu þingmönnum bæði í flutningi mála og því að ná málum í heila höfn, hvað svo sem um mig má segja,“ segir í Facebook-færslu Árna. Hann fer síðan yfir það hversu lítið umræddir þingmenn hafa, að hans mati, gert fyrir Suðurkjördæmi en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan: Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu en á þessum nótum hefst Facebook-færsla á síðunni Árni í framboð á ný: „Það er búið að fara illa með þig Árni,“ sagði einn af elstu og reyndustu menningarfrömuðum Suðurlands við mig fyrir skömmu. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Þér var vikið til hliðar í stjórnmálum að ástæðulausu.“ Því miður er þetta dapurleg staðreynd, því það er ekkert grín að vera sparkaður niður á seinni hluta ævistarfsins. Ef ég hefði tapað á eðlilegan hátt í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 3 árum hefði ég ekki tekið því illa, því eðli lífsins er tap og sigrar. Þá hefði ég þakkað fyrir mig með von um að ég hefði gert gagn,“ segir í færslunni. Árni sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 1983–1987, 1991–2001 og 2007–2013. Hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi en fékk uppreist æru árið 2006, fór í kjölfarið aftur í framboði og náði kjöri í þingkosningum 2007 og 2009. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2013 náði Árni hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sakar þingmennina sem urðu í þremur efstu sætunum að vinna skipulega gegn sér: „Staðreyndin er hins vegar sú að þrír meðframbjóðendur mínir, sem allir lentu í þremur efstu sætum prófkjörsins unnu skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig. Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga Sjálfstæðisflokksins.Meginmarkmiðið í prófkjöri er að almennir kjósendur velji á lista en ekki frambjóðendurnir sjálfir. Þessi vinnubrögð eru ekki ólögleg en þau eru algjörlega siðlaus og ódrengileg á versta máta. Að loknu prófkjörinu kallaði oddvitinn 5 efstu í prófkjörinu til fundar og byrjaði fundinn svo smekklega að lýsa því yfir að nú væru spennandi tímar framundan í Suðurkjördæmi. „því við erum laus við Árna Johnsen og nú er ýmislegt hægt að gera." Blessuð konan vissi ekki og veit ekki að ég var með afkastamestu þingmönnum bæði í flutningi mála og því að ná málum í heila höfn, hvað svo sem um mig má segja,“ segir í Facebook-færslu Árna. Hann fer síðan yfir það hversu lítið umræddir þingmenn hafa, að hans mati, gert fyrir Suðurkjördæmi en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan:
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10