Innlent

Margrét sækist eftir 1.-2. sæti í flokksvali Samfylkingar

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Tryggvadóttir sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna.
Margrét Tryggvadóttir sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna.
Margrét Tryggvadóttir sækist eftir 1.-2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Margrét sat á þingi frá 2009 til 2013 fyrir Borgarahreyfinguna. Hún er bókmenntafræðingur og hefur starfað við ritstjórn og ritstörf síðustu ár, auk þess að stunda meistaranám í menningarstjórnun.

Í tilkynningu frá Margréti segir að hún vilji tryggja að Alþingi virði vilja meirihluta kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 og að ný stjórnarskrá taki gildi sem fyrst.

„Önnur áherslumál hennar eru velferðarmál í víðu samhengi, gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta, jöfnuður og mannúð.

Margrét er gift Jóhanni Ágúst Hansen viðskiptafræðingi og listmunasala og eiga þau tvo uppkomna syni. Þau eru búsett í Kópavogi,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×