9,1% vöxtur í bílasölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 11:04 Ævintýraanlegur vöxtur var í sölu Jaguar bíla á fyrri helmingi ársins. Á fyrri helmingi ársins jókst bílasala í Evrópu um 9,1% og er það helmingi meiri vöxtur en spáð var í upphafi árs. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins, en það átti þó ekki við Nissan (-1,3%), Citroën DS (1,4%), Seat (1,9%), Mitsubishi (9,4%) og Mitsubishi (58,1%). Mestur vöxtur var hjá Jaguar sem ríflega tvöfaldaði sölu sína á tímabilinu, eða um 102,6%. Sala japönsku bílaframleiðendanna Honda og Mazda jókst mikið, eða um 33,5% hjá Honda og 27,7% hjá Mazda. Þar á eftir komu svo Jeep (22,7%), Lexus (18,3%), Fiat (17,6%), Mercedes Benz (15,4%), Renault (14,4%), Kia (14,8%) og Land Rover (14,5%). Bílasala í Evrópu hefur nú vaxið 34 mánuði í röð, en vöxturinn í júní nam 6,5%, en það var minnsti vöxturinn í sölu frá því í mars síðastliðnum. Í stærsta bílasölulandi Evrópu, Þýskalandi, jókst salan um 8%, en vöxturinn á Ítalíu var þó meiri, eða 12% og 11% á Spáni. Sala bíla í Bretlandi féll í júní og hefur það aðeins gerst í einum mánuði áður síðastliðin 4 ár. Er þetta í fyrsta sinn sem áhrif Brexit eru sýnileg hvað bílasölu varðar. Ef bílasala í Bretlandi heldur áfram að minnka vegna áhrifa frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gæti það haft talsverð áhrif á heildarbílasölu í Evrópu. Morgan Stanley bankinn, sem spáð hafði vexti í bílasölu í Evrópu á næstu árum hefur nú breytt spá sinni vegna áhrifa Brexit og gerir ráð fyrir 0,2% minni bílasölu í álfunni á næsta ári. Brexit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Á fyrri helmingi ársins jókst bílasala í Evrópu um 9,1% og er það helmingi meiri vöxtur en spáð var í upphafi árs. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins, en það átti þó ekki við Nissan (-1,3%), Citroën DS (1,4%), Seat (1,9%), Mitsubishi (9,4%) og Mitsubishi (58,1%). Mestur vöxtur var hjá Jaguar sem ríflega tvöfaldaði sölu sína á tímabilinu, eða um 102,6%. Sala japönsku bílaframleiðendanna Honda og Mazda jókst mikið, eða um 33,5% hjá Honda og 27,7% hjá Mazda. Þar á eftir komu svo Jeep (22,7%), Lexus (18,3%), Fiat (17,6%), Mercedes Benz (15,4%), Renault (14,4%), Kia (14,8%) og Land Rover (14,5%). Bílasala í Evrópu hefur nú vaxið 34 mánuði í röð, en vöxturinn í júní nam 6,5%, en það var minnsti vöxturinn í sölu frá því í mars síðastliðnum. Í stærsta bílasölulandi Evrópu, Þýskalandi, jókst salan um 8%, en vöxturinn á Ítalíu var þó meiri, eða 12% og 11% á Spáni. Sala bíla í Bretlandi féll í júní og hefur það aðeins gerst í einum mánuði áður síðastliðin 4 ár. Er þetta í fyrsta sinn sem áhrif Brexit eru sýnileg hvað bílasölu varðar. Ef bílasala í Bretlandi heldur áfram að minnka vegna áhrifa frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gæti það haft talsverð áhrif á heildarbílasölu í Evrópu. Morgan Stanley bankinn, sem spáð hafði vexti í bílasölu í Evrópu á næstu árum hefur nú breytt spá sinni vegna áhrifa Brexit og gerir ráð fyrir 0,2% minni bílasölu í álfunni á næsta ári.
Brexit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent