Ferðir Uber í New York orðnar 100 milljónir talsins Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 14:58 Þjónusta Uber er vinsæl í New York. Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Leigubílafyrirtækið Uber náði þeim áfanga í gær að fara sína 100 milljónustu ferð eingöngu í New York. Er það til vitnis um hve vinsæl þjónusta Uber er vestanhafs. Starfsemi Uber er þó ekki leyfð í öllum löndum og er til dæmis bönnuð í Ungverjalandi. Hjá Uber var því einnig fagnað í síðustu viku að fyrirtækið seldi starfsemi sína í Kína til kínverska fyrirtækisins Didi Chuxing og eignaðist með því 20% af hlutabréfum þess. Eru bréfin metin á 850 milljarða króna. Didi Chuxing var samkeppnisaðili Uber í Kína og því sló Uber tvær flugur í einu höggi með þessari sölu. Uber og Didi Chuxing ætla í sameiningu að leggja til 61 milljarð króna til að bæta kort þau sem notuð eru af ökumönnum Uber og Didi Chuxing bíla. Apple á, líkt og Uber nú, hlut í Didi Chuxing og því tengjast Apple og Uber nú með þessu sameiginlega eignarhaldi í kínverska fyrirtækinu.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent