Tesla tapaði 36 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2016 08:55 Tesla Model S bílar tilbúnir til afhendingar. Rafbílaframleiðandinn Tesla frá Kaliforníu heldur áfram að tapa peningum og með meiri hraða en áður. Tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam 35,8 milljörðum króna og jókst tapið um 60% frá sama tímabili í fyrra. Tesla afhenti 14.402 nýja bíla á þessum öðrum ársfjórðungi, 9.764 Model S og 4.638 Model X og jókst velta Tesla um 33% á ársfjórðungnum. Fjöldi afhentra bíla var mun minni en áætlanir sögðu til um og helmingur framleiðslunnar fór fram á einungis síðustu fjóru vikum ársfjórðungsins. Tesla segir þó að framleiðslan sé komin nú í um 2.000 til 2.200 bíla á viku og því ætti að vera hægt að framleiða 25.000 til 28.600 bíla á hverjum ársfjórðungi og allt 114.000 bíla á ári. Reyndar á framleiðslan að geta farið Í 2.400 bíla á viku á fjórða ársfjórðungi. Tapið núna markar þrettánda ársfjórðungstap Tesla í röð og hafa bréf í Tesla fallið um 1,41 dollar í kjölfar fréttanna nú, en standa engu að síður í 225,79 dollurum og lækkunin því lítil hlutfallslega. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla frá Kaliforníu heldur áfram að tapa peningum og með meiri hraða en áður. Tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam 35,8 milljörðum króna og jókst tapið um 60% frá sama tímabili í fyrra. Tesla afhenti 14.402 nýja bíla á þessum öðrum ársfjórðungi, 9.764 Model S og 4.638 Model X og jókst velta Tesla um 33% á ársfjórðungnum. Fjöldi afhentra bíla var mun minni en áætlanir sögðu til um og helmingur framleiðslunnar fór fram á einungis síðustu fjóru vikum ársfjórðungsins. Tesla segir þó að framleiðslan sé komin nú í um 2.000 til 2.200 bíla á viku og því ætti að vera hægt að framleiða 25.000 til 28.600 bíla á hverjum ársfjórðungi og allt 114.000 bíla á ári. Reyndar á framleiðslan að geta farið Í 2.400 bíla á viku á fjórða ársfjórðungi. Tapið núna markar þrettánda ársfjórðungstap Tesla í röð og hafa bréf í Tesla fallið um 1,41 dollar í kjölfar fréttanna nú, en standa engu að síður í 225,79 dollurum og lækkunin því lítil hlutfallslega.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent