Klámvædd poppmenning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 12:30 Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir verkið Köld nánd í kvöld. Vísir/Hanna Markmiðið er að tæla heiminn með sviðsettri nánd við áhorfandann en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveðinn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Markmiðið er að tæla heiminn með sviðsettri nánd við áhorfandann en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveðinn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira