Aron Elís Þrándarson lagði upp sigurmark Aalesund þegar liðið sótti Tromsö heim í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-2, Aalesund í vil.
Þetta var annar sigur Aalesund í röð en liðið er í 13. sæti deildarinnar með 19 stig. Tromsö er með tveimur stigum meira í 10. sæti.
Öll þrjú mörkin í leiknum í kvöld komu á 16 mínútna kafla í upphafi hans.
Kent Antonsen kom Aalesund yfir með sjálfsmarki á 4. mínútu en 10 mínútum síðar jafnaði Runar Espejord metin. Það var svo Mostafa Abdellaoue sem skoraði sigurmark gestanna á 20. mínútu eftir undirbúning Arons Elísar.
Hann lék allan leikinn fyrir Aalesund en Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekknum.
Aron Sigurðarson lék síðustu 19 mínúturnar í liði Tromsö.
Aron Elís lagði upp sigurmark Aalesund
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
