Fín veiði í Frostastaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2016 09:30 Vötnin sunnan Tungnár eru mun minna stunduð en veiðivötn og þar eru yfirleitt fáir á ferli þrátt fyrir að þarna sé góð veiðivon. Þau vötn sem eru mest stunduð eru Ljóti Pollur og Frostastaðavatn en silung má þó finna í fleiri vötnum. Frostastaðavatn er aðgengilegast og því fara flestir veiðimenn þangað en það er þó nokkuð stórt vatn svo það er rúmt um alla. Það hefur verið fín veiði í blíðunni í sumar og þá sérstaklega á björtum og hlýjum sumarkvöldum en dæmi eru um að veiðimenn hafi tekið 20-30 bleikjur á löngu kvöldi. Mest af aflanum er 1-2 punda bleikja en þær eru alveg til þessar stóru þó þær séu tregar til að taka. Það má oft sjá þær stutt frá landi þegar líður á sumarið og það er auðvelt að fullyrða að sumar þeirra gætu verið að ná 6-7 pundum. Þetta er fínn tími í bleikjuvötnunum á hálendinu og um að gera fyrir þá sem eiga eftir að skella sér á hálendið með veiðistöngina að drífa í því því sumarið klárast fyrr en varir. Mest lesið Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði
Vötnin sunnan Tungnár eru mun minna stunduð en veiðivötn og þar eru yfirleitt fáir á ferli þrátt fyrir að þarna sé góð veiðivon. Þau vötn sem eru mest stunduð eru Ljóti Pollur og Frostastaðavatn en silung má þó finna í fleiri vötnum. Frostastaðavatn er aðgengilegast og því fara flestir veiðimenn þangað en það er þó nokkuð stórt vatn svo það er rúmt um alla. Það hefur verið fín veiði í blíðunni í sumar og þá sérstaklega á björtum og hlýjum sumarkvöldum en dæmi eru um að veiðimenn hafi tekið 20-30 bleikjur á löngu kvöldi. Mest af aflanum er 1-2 punda bleikja en þær eru alveg til þessar stóru þó þær séu tregar til að taka. Það má oft sjá þær stutt frá landi þegar líður á sumarið og það er auðvelt að fullyrða að sumar þeirra gætu verið að ná 6-7 pundum. Þetta er fínn tími í bleikjuvötnunum á hálendinu og um að gera fyrir þá sem eiga eftir að skella sér á hálendið með veiðistöngina að drífa í því því sumarið klárast fyrr en varir.
Mest lesið Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði