Vísanir í listasögu heimsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 10:15 Ólafur í kirkju Samúels áður en sýning málverka og módela var sett þar upp. Hús Samúels Jónssonar í Selárdal, „listamannsins með barnshjartað“ hefur tekið stakkaskiptum í sumar í höndum manna frá TV-verki. Klæðningu þess er að ljúka og vinna við innréttingar að hefjast. Í húsinu á að verða kaffistofa, minjagripabúð og gestaíbúð fyrir listamenn, fræðimenn og aðra áhugasama. Gerhard König myndhöggvari er líka á leið vestur eina ferðina enn, ásamt sjálfboðaliðum, að sinna viðgerðum á listaverkunum. Hann er sérfræðingur í viðgerðum, bæði á steypu og tré. Þetta upplýsir Vestfirðingurinn Ólafur Engilbertsson hjá Sögumiðlun. Hann fylgist vel með framkvæmdunum enda í stjórn Félags um listasafn Samúels í Selárdal.Mynd tekin 29. júlí. Íbúðarhúsið Brautarholt hefur verið klætt bárujárni á bakhlið og annarri hliðinni. Hinn gaflinn var steyptur af Samúel sjálfum og heldur upprunalegu útliti eftir viðgerðir innan frá. Tjörupappi verður ráðandi á framhliðinni eins og frá hendi listamannsins. Innrétting hússins er fram undan. Leifur heppni stendur keikur framan við húsið og skyggnir hönd fyrir augu.„Ég hef vitað af byggingum og listaverkum Samúels frá því ég var unglingur. Eftir að ég var í námi á Spáni fékk ég aukinn áhuga á þeim enda eru fyrirmyndirnar að þeim í sunnanverðri Evrópu. Samúel endurskóp þær norður á hjara. Hann vísar í ljónagosbrunninn í Alhambra á Spáni og gerði eftirlíkingu af Péturskirkjunni í Róm. Líka módel af Taj Mahal á Indlandi og Gullna hofinu í Dehlí en þau eru nú glötuð og lýsi ég hér með eftir þeim, ef einhver skyldi hafa þau undir höndum.“ Íbúðarhús Samúels var að hruni komið en var tekið niður árið 2009 og síðan byggt upp í áföngum. Kirkjuturninn var við það að fjúka í fyrra og fór mikill tími í að bjarga honum að sögn Ólafs. „Svo þarf að gera við listasafnshúsið áður en það verður hæft til að halda þar sýningar.“Mynd frá 16. júlí síðastliðnum. Næst sést í kirkjuna, þá er íbúðarhúsið, hálfklætt krossviði og listasafnshúsið lengst til hægri. Neðrabæjarnúpur í baksýn.Endurbæturnar fóru af stað fyrir alvöru árið 2005, Ólafur segir fjár til þeirra hafa verið aflað í gegnum Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, Ferðamálastofu og með frjálsum framlögum. „Það hefur komið ótrúlega mikið í söfnunarkassa á staðnum, miðað við að enginn er þar að rukka,“ segir hann og laumar að númeri söfnunarreikningsins, 512-26-4403 og kennitölunni 440398-2949. Fólk af hátt í 20 þjóðernum hefur unnið við björgun mannvirkjanna, að sögn Ólafs. „Þetta er fjölþjóðlegt verkefni enda hefur Samúel vísanir í listasögu heimsins.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016. Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Hús Samúels Jónssonar í Selárdal, „listamannsins með barnshjartað“ hefur tekið stakkaskiptum í sumar í höndum manna frá TV-verki. Klæðningu þess er að ljúka og vinna við innréttingar að hefjast. Í húsinu á að verða kaffistofa, minjagripabúð og gestaíbúð fyrir listamenn, fræðimenn og aðra áhugasama. Gerhard König myndhöggvari er líka á leið vestur eina ferðina enn, ásamt sjálfboðaliðum, að sinna viðgerðum á listaverkunum. Hann er sérfræðingur í viðgerðum, bæði á steypu og tré. Þetta upplýsir Vestfirðingurinn Ólafur Engilbertsson hjá Sögumiðlun. Hann fylgist vel með framkvæmdunum enda í stjórn Félags um listasafn Samúels í Selárdal.Mynd tekin 29. júlí. Íbúðarhúsið Brautarholt hefur verið klætt bárujárni á bakhlið og annarri hliðinni. Hinn gaflinn var steyptur af Samúel sjálfum og heldur upprunalegu útliti eftir viðgerðir innan frá. Tjörupappi verður ráðandi á framhliðinni eins og frá hendi listamannsins. Innrétting hússins er fram undan. Leifur heppni stendur keikur framan við húsið og skyggnir hönd fyrir augu.„Ég hef vitað af byggingum og listaverkum Samúels frá því ég var unglingur. Eftir að ég var í námi á Spáni fékk ég aukinn áhuga á þeim enda eru fyrirmyndirnar að þeim í sunnanverðri Evrópu. Samúel endurskóp þær norður á hjara. Hann vísar í ljónagosbrunninn í Alhambra á Spáni og gerði eftirlíkingu af Péturskirkjunni í Róm. Líka módel af Taj Mahal á Indlandi og Gullna hofinu í Dehlí en þau eru nú glötuð og lýsi ég hér með eftir þeim, ef einhver skyldi hafa þau undir höndum.“ Íbúðarhús Samúels var að hruni komið en var tekið niður árið 2009 og síðan byggt upp í áföngum. Kirkjuturninn var við það að fjúka í fyrra og fór mikill tími í að bjarga honum að sögn Ólafs. „Svo þarf að gera við listasafnshúsið áður en það verður hæft til að halda þar sýningar.“Mynd frá 16. júlí síðastliðnum. Næst sést í kirkjuna, þá er íbúðarhúsið, hálfklætt krossviði og listasafnshúsið lengst til hægri. Neðrabæjarnúpur í baksýn.Endurbæturnar fóru af stað fyrir alvöru árið 2005, Ólafur segir fjár til þeirra hafa verið aflað í gegnum Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, Ferðamálastofu og með frjálsum framlögum. „Það hefur komið ótrúlega mikið í söfnunarkassa á staðnum, miðað við að enginn er þar að rukka,“ segir hann og laumar að númeri söfnunarreikningsins, 512-26-4403 og kennitölunni 440398-2949. Fólk af hátt í 20 þjóðernum hefur unnið við björgun mannvirkjanna, að sögn Ólafs. „Þetta er fjölþjóðlegt verkefni enda hefur Samúel vísanir í listasögu heimsins.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira