Innlent

Bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði vill á þing

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helga Ingólfsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninganna í haust.

Í tilkynningu frá Helgu kemur fram að hún gefi kost á sér í 2. til 4. sæti. Helga hefur undanfarin 6 ár verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og er nú formaður umhverfis-og framkvæmdaráðs og varaformaður í fjölskylduráði. Þá hefur hún um árabil gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, meðal annars sem formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og varaformaður kjördæmisráðs í Suðuvesturkjördæmi.

„Mínar helstu áherslur eru jöfnuður og réttlæti. Ég vil beita mér fyrir því að lífskjör á Íslandi verði betri með aukinni framleiðni, styttri vinnutíma,  og hærri meðallaunum,“ segir í tilkynningu Helgu.

Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 10. september.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×