Enski boltinn

Juventus byrjað að undirbúa lífið án Pogba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sissoko var besti maður Frakka í úrslitaleik EM.
Sissoko var besti maður Frakka í úrslitaleik EM. vísir/getty
Juventus virðist vera byrjað að undirbúa lífið eftir brotthvarf Pauls Pogba sem er sterklega orðaður við Manchester United.

The Guardian greinir frá því að Juventus sjái Moussa Sissoko, leikmann Newcastle United, fyrir sér sem arftaka Pogba.

Newcastle féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og það þykir harla ólíklegt að Sissoko verði áfram í herbúðum liðsins.

Góð frammistaða á EM í Frakklandi, og þá sérstaklega í úrslitaleiknum gegn Portúgölum, jók áhugann á þessum 26 ára gamla miðjumanni sem hefur leikið 44 landsleiki fyrir Frakkland.

Newcastle vill fá 35 milljónir punda fyrir Sissoko sem er einnig á óskalistanum hjá Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×