Síðerma bolir til bjargar á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2016 06:00 Ólympíufararnir Eygló Ósk Gústafsdóttir, Guðni Valur Guðnason, Þormóður Jónsson og Irina Sazonova eru öll klár fyrir Ríó. Vísir/Hanna Íslensku Ólympíufararnir sátu kynningarfund í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í vikunni þar sem farið var yfir allt sem þau þurfa að vita fyrir leikana sem hefjast í Ríó þann 5. ágúst. Íslenska íþróttafólkið er nú á lokastigum undirbúningsins en Ísland sendir átta keppendur til leiks að þessu sinni. Á fundinum fengu afreksmennirnir okkar að vita hvar þeir gista, æfa, borða og keppa og fengu tilfinningu fyrir hversu langt er á milli staða og hvað þurfi að gera til að halda sér í sem bestu standi jafnt á líkama og sál á meðan keppni stendur.Matarmálin mikilvæg „Það var gaman að sjá hvernig þorpið er og hversu langt er á milli þorpsins og laugarinnar. Því er mikilvægt að fá svona fund og upplýsingar um leikana. Ég hef heldur ekki farið nálægt Ríó og því er mikilvægt að vita hvað maður þarf að varast og við hverju við þurfum að búast,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona við Fréttablaðið eftir fundinn. Júdókappinn Þormóður Jónsson tekur í sama streng. Þessi mikli beljaki vildi mest af öllu vita hvar hann fengi að borða enda þarf alvöru skammta og þá nokkra á dag til að halda þungavigtarmanni gangandi. „Þetta var alveg nauðsynlegt. Maður er að reyna að átta sig á aðstæðum og hvar staðir eins og æfingaaðstaðan og matartjaldið er. Það er gott að vita út í hvað maður er að fara,“ segir Þormóður sem ætlar ekki að taka sénsinn á matargerð heimamanna í Brasilíu fyrr en eftir að hann er búinn að keppa. „Ég ætla lítið að borða einhvers staðar annars staðar en í þorpinu fyrir mót. Ég ætla að reyna að halda öllu í lagi fyrir keppnisdag. Ég held það sé eins hjá öllum. Maður vill ekki veikjast fyrir mót. Það er ekki í boði.“Júdókappinn Þormóður Jónsson fær hér sprautu.Vísir/HannaHægt að vera of varkár Það sem flestir óttast í Brasilíu er Zika-veiran sem vísindamenn eru búnir að staðfesta að valdi fósturskaða. Þessi veira smitast með biti moskítóflugna og varð þess valdandi að fjórir efstu kylfingar heims hættu við þátttöku á leikunum. Og þeir voru ekki þeir einu sem þorðu ekki til Ríó. Eygló Ósk ætlar vitaskuld að passa sig en að sleppa leikunum kom aldrei til greina. „Það er vetur þarna þannig að það er minna af flugum þarna að mér skilst. Svo þarf maður bara að vera varkár; klæða sig í síðerma og bera á sig flugnafælu. Þá verður þetta allt í lagi. Það er samt hægt að vera of varkár. Það er nú um að gera að njóta lífsins og upplifa eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður,“ segir hún. Nokkrir Ólympíufaranna voru bólusettir eftir fundinn en aðrir höfðu þá þegar lokið því ferli. Þormóður tekur undir með Eygló, að sjálfsögðu þarf að passa sig á moskítóflugunum en það er ekki hægt að setja lífið í handbremsu út af þessu. „Ef það gerist þá gerist það bara. Maður reynir að passa sig með því að bera á sig skordýravörn og vera í síðbuxum og síðermabol,“ segir júdókappinn, en hitastigið verður um 20-25 gráður meðan á leikunum stendur. „Ég myndi auðvitað aldrei klæðast síðerma eða vera í buxum í svona hita annars.“Bæði með reynslu Eygló Ósk er líklegust Íslendinga til að vinna til verðlauna á leikunum en hún stendur mjög framarlega í 200 metra baksundi. Hún segir það hjálpa til að hún sé nú að fara á sína aðra Ólympíuleika en reynslan frá því í Lundúnum fyrir fjórum árum mun vonandi gefa henni mikið. „Það verður örugglega minna stress?… en samt ekki,“ segir hún og brosir. „Þetta eru alltaf Ólympíuleikarnir en ég verð undirbúnari fyrir hversu stórt þetta er. Vonandi fer ég inn með meiri reynslu en á síðustu leika.“ Þormóður er að fara á sína þriðju Ólympíuleika og er einn af þeim reyndustu í hópnum. Hann á gríðarlega erfiða keppni fyrir höndum í sínum sterka þyngdarflokki en júdókappinn fær góða æfingu áður en hann heldur til Ríó. „Nú held ég bara áfram að æfa stíft. Ég er að fara til Tékklands að æfa með Ólympíuhópnum þar og þar fæ ég fleiri menn í mínum stærðarflokki til að æfa með. Svo fer ég til Brasilíu 3. ágúst.“ Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Zíka Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Íslensku Ólympíufararnir sátu kynningarfund í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í vikunni þar sem farið var yfir allt sem þau þurfa að vita fyrir leikana sem hefjast í Ríó þann 5. ágúst. Íslenska íþróttafólkið er nú á lokastigum undirbúningsins en Ísland sendir átta keppendur til leiks að þessu sinni. Á fundinum fengu afreksmennirnir okkar að vita hvar þeir gista, æfa, borða og keppa og fengu tilfinningu fyrir hversu langt er á milli staða og hvað þurfi að gera til að halda sér í sem bestu standi jafnt á líkama og sál á meðan keppni stendur.Matarmálin mikilvæg „Það var gaman að sjá hvernig þorpið er og hversu langt er á milli þorpsins og laugarinnar. Því er mikilvægt að fá svona fund og upplýsingar um leikana. Ég hef heldur ekki farið nálægt Ríó og því er mikilvægt að vita hvað maður þarf að varast og við hverju við þurfum að búast,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona við Fréttablaðið eftir fundinn. Júdókappinn Þormóður Jónsson tekur í sama streng. Þessi mikli beljaki vildi mest af öllu vita hvar hann fengi að borða enda þarf alvöru skammta og þá nokkra á dag til að halda þungavigtarmanni gangandi. „Þetta var alveg nauðsynlegt. Maður er að reyna að átta sig á aðstæðum og hvar staðir eins og æfingaaðstaðan og matartjaldið er. Það er gott að vita út í hvað maður er að fara,“ segir Þormóður sem ætlar ekki að taka sénsinn á matargerð heimamanna í Brasilíu fyrr en eftir að hann er búinn að keppa. „Ég ætla lítið að borða einhvers staðar annars staðar en í þorpinu fyrir mót. Ég ætla að reyna að halda öllu í lagi fyrir keppnisdag. Ég held það sé eins hjá öllum. Maður vill ekki veikjast fyrir mót. Það er ekki í boði.“Júdókappinn Þormóður Jónsson fær hér sprautu.Vísir/HannaHægt að vera of varkár Það sem flestir óttast í Brasilíu er Zika-veiran sem vísindamenn eru búnir að staðfesta að valdi fósturskaða. Þessi veira smitast með biti moskítóflugna og varð þess valdandi að fjórir efstu kylfingar heims hættu við þátttöku á leikunum. Og þeir voru ekki þeir einu sem þorðu ekki til Ríó. Eygló Ósk ætlar vitaskuld að passa sig en að sleppa leikunum kom aldrei til greina. „Það er vetur þarna þannig að það er minna af flugum þarna að mér skilst. Svo þarf maður bara að vera varkár; klæða sig í síðerma og bera á sig flugnafælu. Þá verður þetta allt í lagi. Það er samt hægt að vera of varkár. Það er nú um að gera að njóta lífsins og upplifa eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður,“ segir hún. Nokkrir Ólympíufaranna voru bólusettir eftir fundinn en aðrir höfðu þá þegar lokið því ferli. Þormóður tekur undir með Eygló, að sjálfsögðu þarf að passa sig á moskítóflugunum en það er ekki hægt að setja lífið í handbremsu út af þessu. „Ef það gerist þá gerist það bara. Maður reynir að passa sig með því að bera á sig skordýravörn og vera í síðbuxum og síðermabol,“ segir júdókappinn, en hitastigið verður um 20-25 gráður meðan á leikunum stendur. „Ég myndi auðvitað aldrei klæðast síðerma eða vera í buxum í svona hita annars.“Bæði með reynslu Eygló Ósk er líklegust Íslendinga til að vinna til verðlauna á leikunum en hún stendur mjög framarlega í 200 metra baksundi. Hún segir það hjálpa til að hún sé nú að fara á sína aðra Ólympíuleika en reynslan frá því í Lundúnum fyrir fjórum árum mun vonandi gefa henni mikið. „Það verður örugglega minna stress?… en samt ekki,“ segir hún og brosir. „Þetta eru alltaf Ólympíuleikarnir en ég verð undirbúnari fyrir hversu stórt þetta er. Vonandi fer ég inn með meiri reynslu en á síðustu leika.“ Þormóður er að fara á sína þriðju Ólympíuleika og er einn af þeim reyndustu í hópnum. Hann á gríðarlega erfiða keppni fyrir höndum í sínum sterka þyngdarflokki en júdókappinn fær góða æfingu áður en hann heldur til Ríó. „Nú held ég bara áfram að æfa stíft. Ég er að fara til Tékklands að æfa með Ólympíuhópnum þar og þar fæ ég fleiri menn í mínum stærðarflokki til að æfa með. Svo fer ég til Brasilíu 3. ágúst.“
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Zíka Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira