Lítil veiði á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2016 13:00 Þetta er einn skemmtilegasti tíminn til að veiða við Þingvallavatn því suma daga má sjá litlar torfur af bleikju alveg uppí harða landi. Það hefur þó lítið borið á þessu í ár en í fyrra var staðan þannig að víða í þjóðgarðinum var bleikjan svo nálægt landi að það var hægt að pota í þær með stangartoppnum. Það ber lítið á bleikjunni í dag og veiðin i takt við það afar döpur. Vanir veiðimenn við vatnið hafa verið að núlla dag eftir dag og það sem meira er að murtan hefur ekkert ennþá látið á sér kræla að neinu ráði. Á þessum árstíma á hún að vera út um allt og gerir mönnum yfirleitt lífið leitt með því að vera alltaf í flugum sem eru ætlaðar stærri fiskum. Það er engin líkleg skýring á þessu en það kemur heldur ekkert í veg fyrir að veiðimenn halda áfram að fara í vatnið og bíða þess að augnablikið komi þegar gott skot kemur í vatnið því það eru nákvæmlega svoleiðis augnablik sem gera veiðina skemmtilega. Mest lesið Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði
Þetta er einn skemmtilegasti tíminn til að veiða við Þingvallavatn því suma daga má sjá litlar torfur af bleikju alveg uppí harða landi. Það hefur þó lítið borið á þessu í ár en í fyrra var staðan þannig að víða í þjóðgarðinum var bleikjan svo nálægt landi að það var hægt að pota í þær með stangartoppnum. Það ber lítið á bleikjunni í dag og veiðin i takt við það afar döpur. Vanir veiðimenn við vatnið hafa verið að núlla dag eftir dag og það sem meira er að murtan hefur ekkert ennþá látið á sér kræla að neinu ráði. Á þessum árstíma á hún að vera út um allt og gerir mönnum yfirleitt lífið leitt með því að vera alltaf í flugum sem eru ætlaðar stærri fiskum. Það er engin líkleg skýring á þessu en það kemur heldur ekkert í veg fyrir að veiðimenn halda áfram að fara í vatnið og bíða þess að augnablikið komi þegar gott skot kemur í vatnið því það eru nákvæmlega svoleiðis augnablik sem gera veiðina skemmtilega.
Mest lesið Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði