Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2016 14:32 Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum nú þegar hann stígur aftur inn á hið pólitíska svið. visir/friðrik þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna eftir hlé. Hann býst við heiftarlegum viðbrögðum í sinn garð og Framsóknarmanna en brýnir menn til að láta það ekki slá sig út af laginu. Þá telur hann kosningar í haust með öllu óþarfar -- fyrst þurfi að klára verkin. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi Framsóknarmönnum nú fyrir stundu þar sem hann fer yfir stöðu mála og sviðið. Bréfið barst flokksmönnum í PDF-skjali, og er á þessa leið, í endursögn og styttingu Vísis:Sigmundur segist njóta mikils stuðnings Hann tilkynnir sínu fólki að hann sé kominn heim eftir tveggja vikna ferð um landið og meðan samfélagið hefur verið í júlídvala og margir í sumarfríi, „hef ég svo notað tímann til að skrifa, fræðast og leita nýrra sóknarfæra fyrir landið okkar.“ Sigmundur Davíð tæpir á miklum árangri sem náðst hefur en þrátt fyrir það „stöndum við frammi fyrir stórri, raunverulegri og aðkallandi hættu á að árangrinum verði kastað á glæ. Við því þurfum við að bregðast og það má ekki bíða lengur,“ segir Sigmundur Davíð, en fer aðeins yfir sína stöðu áður en hann snýr sér að alvöru mála. Hann segist hafa dregið sig um tíma út úr hinum pólitíska slag svo ríkisstjórnin gæti unnið að „gríðarlega mikilvægum og ókláruðum verkefnum á meðan mál væru að skýrast.“ Og, nú liggja staðreyndir fyrir, segir Sigmundur Davíð: hann nýtur mikils stuðnings flokksfélaga og fjölda fólks einnig sem ekki tekur þátt í stjórnmálastarfi. Svo víkur hann að komandi kosningum.Engin ástæða til kosninga í haust „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Og Sigmundur Davíð heldur áfram: „Eins og sakir standa eru litlar líkur á að nokkur flokkur nái meira en 30 prósenta fylgi í næstu kosningum og jafnvel slíkt fylgi veitir ekki vissu fyrir aðild að næstu ríkisstjórn. Aðrir munu ekki klára vinnu okkar í verðtryggingarmálinu, þeir munu ekki koma á heilbrigðu fjármálakerfi eins og nú er loks tækifæri til og þeir munu ekki gera það sem þarf til að efla byggð á landinu öllu. Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna.“Sigmundur býst við ofsafengnum viðbrögðum við sér Sigmundur Davíð segir þennan „góða árangur“ vissulega auka líkurnar á „að við fáum tækifæri til að vinna nýja sigra í þágu almennings að loknum kosningum,“ en flokkurinn verði að sýna að hann sé reiðubúinn að klára verkefnin. Sigmundur boðar fulla þátttöku sína í stjórnmálabaráttunni. „Það mun vissulega vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telja að sér standi ógn að okkur.“ Bréfi sínu lýkur Sigmundur Davíð á orðunum: „Íslandi allt!“ Kosningar 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna eftir hlé. Hann býst við heiftarlegum viðbrögðum í sinn garð og Framsóknarmanna en brýnir menn til að láta það ekki slá sig út af laginu. Þá telur hann kosningar í haust með öllu óþarfar -- fyrst þurfi að klára verkin. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi Framsóknarmönnum nú fyrir stundu þar sem hann fer yfir stöðu mála og sviðið. Bréfið barst flokksmönnum í PDF-skjali, og er á þessa leið, í endursögn og styttingu Vísis:Sigmundur segist njóta mikils stuðnings Hann tilkynnir sínu fólki að hann sé kominn heim eftir tveggja vikna ferð um landið og meðan samfélagið hefur verið í júlídvala og margir í sumarfríi, „hef ég svo notað tímann til að skrifa, fræðast og leita nýrra sóknarfæra fyrir landið okkar.“ Sigmundur Davíð tæpir á miklum árangri sem náðst hefur en þrátt fyrir það „stöndum við frammi fyrir stórri, raunverulegri og aðkallandi hættu á að árangrinum verði kastað á glæ. Við því þurfum við að bregðast og það má ekki bíða lengur,“ segir Sigmundur Davíð, en fer aðeins yfir sína stöðu áður en hann snýr sér að alvöru mála. Hann segist hafa dregið sig um tíma út úr hinum pólitíska slag svo ríkisstjórnin gæti unnið að „gríðarlega mikilvægum og ókláruðum verkefnum á meðan mál væru að skýrast.“ Og, nú liggja staðreyndir fyrir, segir Sigmundur Davíð: hann nýtur mikils stuðnings flokksfélaga og fjölda fólks einnig sem ekki tekur þátt í stjórnmálastarfi. Svo víkur hann að komandi kosningum.Engin ástæða til kosninga í haust „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Og Sigmundur Davíð heldur áfram: „Eins og sakir standa eru litlar líkur á að nokkur flokkur nái meira en 30 prósenta fylgi í næstu kosningum og jafnvel slíkt fylgi veitir ekki vissu fyrir aðild að næstu ríkisstjórn. Aðrir munu ekki klára vinnu okkar í verðtryggingarmálinu, þeir munu ekki koma á heilbrigðu fjármálakerfi eins og nú er loks tækifæri til og þeir munu ekki gera það sem þarf til að efla byggð á landinu öllu. Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna.“Sigmundur býst við ofsafengnum viðbrögðum við sér Sigmundur Davíð segir þennan „góða árangur“ vissulega auka líkurnar á „að við fáum tækifæri til að vinna nýja sigra í þágu almennings að loknum kosningum,“ en flokkurinn verði að sýna að hann sé reiðubúinn að klára verkefnin. Sigmundur boðar fulla þátttöku sína í stjórnmálabaráttunni. „Það mun vissulega vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telja að sér standi ógn að okkur.“ Bréfi sínu lýkur Sigmundur Davíð á orðunum: „Íslandi allt!“
Kosningar 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira