Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 19:15 Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira