Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. júlí 2016 11:43 Birgitta furðar sig á orðum Sigmundar og spyr hvort hann sé í einhverju sambandi við forsætisráðherra. Vísir Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32