Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júlí 2016 13:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ritaði flokksfélögum bréf í gær þar sem hann færir rök fyrir því að ekki þurfi að kjósa í haust líkt og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofuðu í kjölfar Panamalekans. Hann segir að ríkisstjórnin þurfi enn að klára mikilvæg mál áður en boðað verði til kosninga. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir hinsvegar að stjórn og stjórnarandstaða hafi þegar náð saman um vinnuáætlun þingsins og að boðað verði til kosninga í haust. „Við bjuggum til nýja starfsáætlun núna á vormánuðum þar sem er gert ráð fyrir því að þingið starfi núna í ágúst og fram í september. Við skipulag þingsins miðast allt við það.“ Einar segir Sigmund ekki hafa haft samband við sig vegna hugmynda um kosningar í haust. „Í sjálfu sér er ekkert tilefni til þess finnst mér,“ segir hann. „Þessi starfsáætlun var unnin af forsætisnefnd Alþingis í samráði við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, og tímaramminn sem við settum okkur miðaðist við þennan tíma. Þinghaldið hefst á nefndarfundum um miðjan ágúst, síðan hefjast þingfundir og þá geri ég ráð fyrir að þau mál sem liggja fyrir í nefndunum og ætlunin er að klára verði tilbúin þannig að við getum hafið þingstörf af fullum krafti. Ríkisstjórin hefur svo boðað nokkur mál sem ráðherrarnir leggja áherslu á að verði kláruð á þessum tíma.“ Hann telur að sú starfsáætlun sem þingið hafi sett sér dugi til að ljúka þessum málum fyrir kosningar í haust. „Það er auðvitað háð því að það verði gott andrúmsloft í þinginu og að menn séu tilbúnir til að vinna saman og ég hef enga ástæðu til að ætla að það verði ekki þannig. Við áttum þétt og gott samstarf, annarsvegar af minni hálfu sem forseta þingsins og svo fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sem að gerði það að verkum að þingstörfin á síðastliðnu vori gengu vel og greiðlega fyrir sig og þetta var vinnusamt vor,“ segir Einar. Kosningar 2016 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ritaði flokksfélögum bréf í gær þar sem hann færir rök fyrir því að ekki þurfi að kjósa í haust líkt og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofuðu í kjölfar Panamalekans. Hann segir að ríkisstjórnin þurfi enn að klára mikilvæg mál áður en boðað verði til kosninga. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir hinsvegar að stjórn og stjórnarandstaða hafi þegar náð saman um vinnuáætlun þingsins og að boðað verði til kosninga í haust. „Við bjuggum til nýja starfsáætlun núna á vormánuðum þar sem er gert ráð fyrir því að þingið starfi núna í ágúst og fram í september. Við skipulag þingsins miðast allt við það.“ Einar segir Sigmund ekki hafa haft samband við sig vegna hugmynda um kosningar í haust. „Í sjálfu sér er ekkert tilefni til þess finnst mér,“ segir hann. „Þessi starfsáætlun var unnin af forsætisnefnd Alþingis í samráði við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, og tímaramminn sem við settum okkur miðaðist við þennan tíma. Þinghaldið hefst á nefndarfundum um miðjan ágúst, síðan hefjast þingfundir og þá geri ég ráð fyrir að þau mál sem liggja fyrir í nefndunum og ætlunin er að klára verði tilbúin þannig að við getum hafið þingstörf af fullum krafti. Ríkisstjórin hefur svo boðað nokkur mál sem ráðherrarnir leggja áherslu á að verði kláruð á þessum tíma.“ Hann telur að sú starfsáætlun sem þingið hafi sett sér dugi til að ljúka þessum málum fyrir kosningar í haust. „Það er auðvitað háð því að það verði gott andrúmsloft í þinginu og að menn séu tilbúnir til að vinna saman og ég hef enga ástæðu til að ætla að það verði ekki þannig. Við áttum þétt og gott samstarf, annarsvegar af minni hálfu sem forseta þingsins og svo fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sem að gerði það að verkum að þingstörfin á síðastliðnu vori gengu vel og greiðlega fyrir sig og þetta var vinnusamt vor,“ segir Einar.
Kosningar 2016 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent