Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júlí 2016 13:40 Vísir Þeir þingmenn Framsóknar sem Vísir hefur rætt við í morgun eru flestir á því máli að ekki sé sjálfsagt að flýta þingkosningum fram á haust. Þetta rímar við ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í bréfi til Framsóknarmanna á dögunum. Kosningar í haust voru meðal annars forsenda áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir hið svokallaða Wintris mál í apríl síðastliðnum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins hefur jafnframt ítrekað í samtali við RÚV að kosið verði í haust. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar sagðist í samtali við Vísi ekki botna í því hvernig stjórnskipun landsins er túlkuð, ef vantraust á ríkisstjórn er fellt en samt sé kosningum flýtt. „Þetta er meðal annars ástæða þess að ég tók endanlega ákvörðun um að hætta. Þetta rugl sem er orðið í þinginu,“ segir Vigdís.Áhyggjur af framtíðinni og verkefnum ríkisstjórnar Silja Dögg Gunnarsdóttir segist hafa áhyggjur af því að loforð um kosningar í haust hafi verið of mikil fljótfærni. Hún telur jafnframt efast um að hægt sé að afgreiða fjárlög með góðu móti, sé stefnt á kosningar í haust. Þá telur hún nauðsynlegt að hugsa ákvörðunina til lengri tíma, þetta geti sýnt fordæmi fyrir hvernig sé tekið á ólgu í samfélaginu. „Viljum við þetta þegar eitthvað gerist? Viljum við alltaf fara í kosningar eða viljum við afgreiða málin öðruvísi?“ segir Silja Dögg í samtali við Vísi. Jafnframt segir Silja Dögg að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi verið mjög skýrir um að ætla að standa við kosningar. „Ég sé ekki að því verði breytt úr þessu, þó ég hefði viljað draga þær allavega fram yfir áramótin upp á fjárlögin.“ Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eru bæði á sama máli um að nauðsynlegt sé að klára þau verkefni ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Við erum ennþá sömu skoðunar að það þurfi að klára þau mál ef að það á að kjósa í haust.“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi og bætti jafnframt við að ef vilji er til sé hægt að afgreiða þau mál sem brýnust eru. Aðspurð segir Líneik Anna að þau mál sem brýnast sé að klára séu umgjörð húsnæðis- og fjármálamarkaðar í landinu, sem og velferðarmál. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þeir þingmenn Framsóknar sem Vísir hefur rætt við í morgun eru flestir á því máli að ekki sé sjálfsagt að flýta þingkosningum fram á haust. Þetta rímar við ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins í bréfi til Framsóknarmanna á dögunum. Kosningar í haust voru meðal annars forsenda áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir hið svokallaða Wintris mál í apríl síðastliðnum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins hefur jafnframt ítrekað í samtali við RÚV að kosið verði í haust. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar sagðist í samtali við Vísi ekki botna í því hvernig stjórnskipun landsins er túlkuð, ef vantraust á ríkisstjórn er fellt en samt sé kosningum flýtt. „Þetta er meðal annars ástæða þess að ég tók endanlega ákvörðun um að hætta. Þetta rugl sem er orðið í þinginu,“ segir Vigdís.Áhyggjur af framtíðinni og verkefnum ríkisstjórnar Silja Dögg Gunnarsdóttir segist hafa áhyggjur af því að loforð um kosningar í haust hafi verið of mikil fljótfærni. Hún telur jafnframt efast um að hægt sé að afgreiða fjárlög með góðu móti, sé stefnt á kosningar í haust. Þá telur hún nauðsynlegt að hugsa ákvörðunina til lengri tíma, þetta geti sýnt fordæmi fyrir hvernig sé tekið á ólgu í samfélaginu. „Viljum við þetta þegar eitthvað gerist? Viljum við alltaf fara í kosningar eða viljum við afgreiða málin öðruvísi?“ segir Silja Dögg í samtali við Vísi. Jafnframt segir Silja Dögg að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi verið mjög skýrir um að ætla að standa við kosningar. „Ég sé ekki að því verði breytt úr þessu, þó ég hefði viljað draga þær allavega fram yfir áramótin upp á fjárlögin.“ Líneik Anna Sævarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eru bæði á sama máli um að nauðsynlegt sé að klára þau verkefni ríkisstjórnarinnar sem liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Við erum ennþá sömu skoðunar að það þurfi að klára þau mál ef að það á að kjósa í haust.“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi og bætti jafnframt við að ef vilji er til sé hægt að afgreiða þau mál sem brýnust eru. Aðspurð segir Líneik Anna að þau mál sem brýnast sé að klára séu umgjörð húsnæðis- og fjármálamarkaðar í landinu, sem og velferðarmál.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent