Elliði býður sig ekki fram til Alþingis Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:01 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Friðriksson Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi kosninga til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elliða sjálfum. Meginástæða þess að Elliði fer ekki fram er sú að hann vill ljúka þeim verkefnum sem honum ber að sinna sem leiðtogi sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Að sögn Elliða takmarkar það að þingkosningum verði að öllum líkindum flýtt verulega möguleika sveitastjórnarmanna á framboði til þingkosninga. Bæjarstjórinn hefur verið orðaður við prófkjör að undanförnu og létu stuðningsmenn hans, með Páleyju Borgþórsdóttur í broddi fylkingar, vinna skoðanakönnun þar sem fram kom að að 67,5% svarenda sögðust vera líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu ef Elliði myndi leiða lista flokksins.Vestmannaeyjar.vísir/pjetur „Í framhaldi af þessum eindregna stuðningi hef ég íhugað stöðuna vandlega. Það er í senn mannbætandi, þroskandi og gefandi að hafa fundið fyrir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna þeirri stöðu sem ég geri í dag. Í rúmlega 10 ár hef ég lagt mig allan fram um að vinna Vestmannaeyjum gagn og ég tek alvarlega því umboði sem mér hefur verið fengið og er stoltur af árangrinum,“ skrifar Elliði í tilkynningu. „Flestum er ljóst að ákvörðun um flýta þingkosningum takmarkar verulega möguleika sveitarstjórnarmanna, sem annars hefðu ef til vill haft fullan hug, á framboði til þingkosninga. Í dag er kjörtímabil sveitastjórna rétt liðlega hálfnað og verkefnastaðan þétt. Meðal stærstu verkefna okkar í bæjarstjórn Vestmannaeyja er stækkun á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum, þróun þjónustuíbúða fyrir aldraða, bygging íbúða fyrir fatlaða, fasteignaþróun í miðbæ Vestmannaeyja, þróun háskólanáms, efling þekkingarstarfs, nýsmíði Vestmannaeyjaferju, innleiðing á nýju þjónustuneti fyrir barnafjölskyldur og margt fleira. Þessi verkefni skipta svo marga svo miklu og því mikilvægt að vel takist til.“ Elliði þakkar sýndan stuðning og velvilja en ætlar að einbeita sér að því að ljúka „þeim verkefnum sem ég er ábyrgur fyrir í Vestmannaeyjum, þar sem hjartað slær.“ Kosningar 2016 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi kosninga til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elliða sjálfum. Meginástæða þess að Elliði fer ekki fram er sú að hann vill ljúka þeim verkefnum sem honum ber að sinna sem leiðtogi sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Að sögn Elliða takmarkar það að þingkosningum verði að öllum líkindum flýtt verulega möguleika sveitastjórnarmanna á framboði til þingkosninga. Bæjarstjórinn hefur verið orðaður við prófkjör að undanförnu og létu stuðningsmenn hans, með Páleyju Borgþórsdóttur í broddi fylkingar, vinna skoðanakönnun þar sem fram kom að að 67,5% svarenda sögðust vera líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu ef Elliði myndi leiða lista flokksins.Vestmannaeyjar.vísir/pjetur „Í framhaldi af þessum eindregna stuðningi hef ég íhugað stöðuna vandlega. Það er í senn mannbætandi, þroskandi og gefandi að hafa fundið fyrir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna þeirri stöðu sem ég geri í dag. Í rúmlega 10 ár hef ég lagt mig allan fram um að vinna Vestmannaeyjum gagn og ég tek alvarlega því umboði sem mér hefur verið fengið og er stoltur af árangrinum,“ skrifar Elliði í tilkynningu. „Flestum er ljóst að ákvörðun um flýta þingkosningum takmarkar verulega möguleika sveitarstjórnarmanna, sem annars hefðu ef til vill haft fullan hug, á framboði til þingkosninga. Í dag er kjörtímabil sveitastjórna rétt liðlega hálfnað og verkefnastaðan þétt. Meðal stærstu verkefna okkar í bæjarstjórn Vestmannaeyja er stækkun á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum, þróun þjónustuíbúða fyrir aldraða, bygging íbúða fyrir fatlaða, fasteignaþróun í miðbæ Vestmannaeyja, þróun háskólanáms, efling þekkingarstarfs, nýsmíði Vestmannaeyjaferju, innleiðing á nýju þjónustuneti fyrir barnafjölskyldur og margt fleira. Þessi verkefni skipta svo marga svo miklu og því mikilvægt að vel takist til.“ Elliði þakkar sýndan stuðning og velvilja en ætlar að einbeita sér að því að ljúka „þeim verkefnum sem ég er ábyrgur fyrir í Vestmannaeyjum, þar sem hjartað slær.“
Kosningar 2016 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira