Ljósmyndirnar tók Karl Lagerfels sjálfur en með stíliseringuna fór engin önnur en Carine Roitfeld með, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue. Það var að nógu að taka í viðtalinu en það sem stóð helst uppúr er þegar parið er út í söngkonuna Taylor Swift, en eins og frægt er hafa þau átt í útistöðum við hana í gegnum árin sem náðu hámarki í seinustu viku þegar þau hjónin afhjúpuðu hana sem hálfgerðan lygara.
Það sem bar hæst var þegar Kanye var spurður hvað væri uppáhalds lagið sitt með Taylor. Hann svaraði því með því að segja að hann ætti ekkert slíkt. Kim bætti við að hún hafi eitt sinn verið mikill aðdáandi hennar. Viðtalið er hægt að lesa hér.



