Íslenskar íþróttir öðlast nýtt líf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2016 07:00 Tímamótasamningar undirritaðir fyrir utan höfuðstöðvar ÍSÍ. vísir/stefán Íslenskar íþróttir hafa gefið þjóðinni mikið en líklega aldrei eins mikið og síðasta árið. Afrek íþróttafólksins okkar hafa nú náð að vekja stjórnvöld af værum blundi og nú sér íslenskt afreksfólk fram á allt annað og betra líf á næstu árum. Það má segja að íslenskar íþróttir hafi hreinlega fengið nýtt líf. Framlag ríkisins til afreksíþrótta mun hækka í áföngum úr hundrað milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða. Stjórnvöld hækka framlag sitt um hundrað milljónir á hverju ári.Orðinn allt annar sjóður „Áhrif þessa samnings munu verða gríðarleg,“ sagði Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Þetta er bara bylting. Við erum að tala um að það er verið að gjörbylta möguleikum afrekssjóðs til að styðja við bakið afreksstarfinu í landinu. Við þurfum auðvitað að ráðast í það að breyta reglum afrekssjóðsins því við erum í rauninni að tala um allt annan sjóð þegar við horfum til þessara þriggja ára,“ sagði Lárus. Framlagið árið 2019 verður því 400 milljónir sem er sextánföld upphæðin frá árinu 2011 þegar stjórnvöld buðu íslenskum afreksíþróttum aðeins upp á tæplega 25 milljónir í heildarstyrk. „Þetta hefur hækkað úr 24 milljónum upp í hundrað milljónir á síðustu árum en núna erum við að tala um að fara upp í 400 milljónir. Nú opnast möguleikar til þess að greiða afreksfólki framfærslugreiðslur. Við ætlum okkur líka að tryggja faglega umgjörð afreksstarfsins. Menn hafa mikið rætt um árangur KSÍ og vilja að einhverju leyti tengja það við breytta og bætta umgjörð landsliðsins,“ sagði Lárus og það er að heyra á honum að árangur fótboltalandsliðsins á EM hafi gefið mörgum von.grafík/fréttablaðiðLangstærsta skrefið í sögu ÍSÍ „Það sem við viljum sjá núna er að önnur sérsambönd, þetta 31 sérsamband sem er til viðbótar KSÍ undir hatti ÍSÍ, hafi einnig möguleika til að grípa til slíkra ráðstafana. Afrekssjóður ÍSÍ verður kominn upp í rúmlega 450 milljónir króna eftir þrjú ár með framlagi,“ sagði Lárus sem vill þakka menntamálaráðherra og ríkisstjórn fyrir samninginn. „Þetta lýsir mikilli framsýni og víðsýni og ákveðnum kjarki að taka á þessu máli sem ég tel að þjóðin styðji heilshugar. Ég fullyrði það að með þessum samningi er stigið langstærsta einstaka skrefið í uppbyggingu afreksstarfs á Íslandi í sögu ÍSÍ. Ég segi bara til hamingju Ísland,“ sagði Lárus.Stórkostlegir mánuðir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þakkaði fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir jákvæðni og uppbyggilega vinnu. „Þetta skiptir samfélagið svo miklu máli og fyrir margra hluta sakir. Augljóst er að íþróttahreyfingin hefur mikið uppeldis- og menntagildi fyrir börnin okkar og ungmenni,“ sagði Illugi. „Það skiptir ekki máli hvort maður kemur frá fjölmennu landi eða fámennu og hvort maður býr á eyjum sem eru úr alfaraleið. Ef við leggjum hart að okkur, gefumst ekki upp og sýnum þrautseigju og þolgæði, þá er hægt að ná ótrúlegum árangri. Það eru þau skilaboð sem skipta svo miklu máli fyrir samfélagið allt og sérstaklega unga fólkið okkar. Það eru þau skilaboð sem íþróttafólkið okkar sendir núorðið næstum því á hverjum einasta degi,“ sagði Illugi.Pólitísk sátt um þetta framlag „Síðustu tólf mánuðir í íþróttasögu Íslands hafa verið stórkostlegir og það er sama hvert litið er. Að 330 þúsund manna þjóð skuli hafa á síðustu mánuðum sent lið í úrslitakeppni Evrópumótanna í körfuknattleik, handknattleik og fótbolta. Það er alveg ótrúlegt afrek og svo bætast við afrekin í sundi, frjálsíþróttum og eiginlega hvert sem litið er,“ sagði Illugi „Íþróttafólkið okkar hefur verið að ná afburðaárangri og þess vegna er það mjög mikilvægt að ríkisvaldið styðji sem best við þessa starfsemi. Ég fullyrði að þeir fjármunir sem renna til þessara mála eru fjármunir sem bæði er mikil pólitísk sátt um að greiða og líka hitt að menn munu uppskera mjög fyrir þessa fjárfestingu,“ sagði Illugi. Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira
Íslenskar íþróttir hafa gefið þjóðinni mikið en líklega aldrei eins mikið og síðasta árið. Afrek íþróttafólksins okkar hafa nú náð að vekja stjórnvöld af værum blundi og nú sér íslenskt afreksfólk fram á allt annað og betra líf á næstu árum. Það má segja að íslenskar íþróttir hafi hreinlega fengið nýtt líf. Framlag ríkisins til afreksíþrótta mun hækka í áföngum úr hundrað milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða. Stjórnvöld hækka framlag sitt um hundrað milljónir á hverju ári.Orðinn allt annar sjóður „Áhrif þessa samnings munu verða gríðarleg,“ sagði Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Þetta er bara bylting. Við erum að tala um að það er verið að gjörbylta möguleikum afrekssjóðs til að styðja við bakið afreksstarfinu í landinu. Við þurfum auðvitað að ráðast í það að breyta reglum afrekssjóðsins því við erum í rauninni að tala um allt annan sjóð þegar við horfum til þessara þriggja ára,“ sagði Lárus. Framlagið árið 2019 verður því 400 milljónir sem er sextánföld upphæðin frá árinu 2011 þegar stjórnvöld buðu íslenskum afreksíþróttum aðeins upp á tæplega 25 milljónir í heildarstyrk. „Þetta hefur hækkað úr 24 milljónum upp í hundrað milljónir á síðustu árum en núna erum við að tala um að fara upp í 400 milljónir. Nú opnast möguleikar til þess að greiða afreksfólki framfærslugreiðslur. Við ætlum okkur líka að tryggja faglega umgjörð afreksstarfsins. Menn hafa mikið rætt um árangur KSÍ og vilja að einhverju leyti tengja það við breytta og bætta umgjörð landsliðsins,“ sagði Lárus og það er að heyra á honum að árangur fótboltalandsliðsins á EM hafi gefið mörgum von.grafík/fréttablaðiðLangstærsta skrefið í sögu ÍSÍ „Það sem við viljum sjá núna er að önnur sérsambönd, þetta 31 sérsamband sem er til viðbótar KSÍ undir hatti ÍSÍ, hafi einnig möguleika til að grípa til slíkra ráðstafana. Afrekssjóður ÍSÍ verður kominn upp í rúmlega 450 milljónir króna eftir þrjú ár með framlagi,“ sagði Lárus sem vill þakka menntamálaráðherra og ríkisstjórn fyrir samninginn. „Þetta lýsir mikilli framsýni og víðsýni og ákveðnum kjarki að taka á þessu máli sem ég tel að þjóðin styðji heilshugar. Ég fullyrði það að með þessum samningi er stigið langstærsta einstaka skrefið í uppbyggingu afreksstarfs á Íslandi í sögu ÍSÍ. Ég segi bara til hamingju Ísland,“ sagði Lárus.Stórkostlegir mánuðir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þakkaði fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir jákvæðni og uppbyggilega vinnu. „Þetta skiptir samfélagið svo miklu máli og fyrir margra hluta sakir. Augljóst er að íþróttahreyfingin hefur mikið uppeldis- og menntagildi fyrir börnin okkar og ungmenni,“ sagði Illugi. „Það skiptir ekki máli hvort maður kemur frá fjölmennu landi eða fámennu og hvort maður býr á eyjum sem eru úr alfaraleið. Ef við leggjum hart að okkur, gefumst ekki upp og sýnum þrautseigju og þolgæði, þá er hægt að ná ótrúlegum árangri. Það eru þau skilaboð sem skipta svo miklu máli fyrir samfélagið allt og sérstaklega unga fólkið okkar. Það eru þau skilaboð sem íþróttafólkið okkar sendir núorðið næstum því á hverjum einasta degi,“ sagði Illugi.Pólitísk sátt um þetta framlag „Síðustu tólf mánuðir í íþróttasögu Íslands hafa verið stórkostlegir og það er sama hvert litið er. Að 330 þúsund manna þjóð skuli hafa á síðustu mánuðum sent lið í úrslitakeppni Evrópumótanna í körfuknattleik, handknattleik og fótbolta. Það er alveg ótrúlegt afrek og svo bætast við afrekin í sundi, frjálsíþróttum og eiginlega hvert sem litið er,“ sagði Illugi „Íþróttafólkið okkar hefur verið að ná afburðaárangri og þess vegna er það mjög mikilvægt að ríkisvaldið styðji sem best við þessa starfsemi. Ég fullyrði að þeir fjármunir sem renna til þessara mála eru fjármunir sem bæði er mikil pólitísk sátt um að greiða og líka hitt að menn munu uppskera mjög fyrir þessa fjárfestingu,“ sagði Illugi.
Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira