Lamborghini dregur geitur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 09:43 Margir bílar eru hentugir til dráttar aftanívagna en Lamborghini Murcielago er líklega ekki einn þeirra. Það hindraði ekki bónda einn í Ástralíu til að nota Lamborghini bíl sinn til dráttar á kerru fulla af geitum á milli staða. Bíllinn ætti að hafa nægt afl til dráttar ekki stærri kerru en þetta, en hann er með 572 hestöfl undir vélarhlífinni sem koma frá 6,2 lítra V-12 vél. Auk þess er bíllinn fjórhjóladrifinn svo veggripið ætti einnig að vera nægt. Þetta ætti að duga til að gefa geitunum skemmtilegan ökutúr, en það eru ekki margar geitur heimsins sem fá eins virðulegan farskjóta til að skutla sér á milli staða. Geiturnar virðast njóta ökuferðarinnar og liggja sultuslakar á kerrunni í brakandi sólinni í Ástralíu. Sjá má ökuferð þeirra hér að ofan. Bílar video Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent
Margir bílar eru hentugir til dráttar aftanívagna en Lamborghini Murcielago er líklega ekki einn þeirra. Það hindraði ekki bónda einn í Ástralíu til að nota Lamborghini bíl sinn til dráttar á kerru fulla af geitum á milli staða. Bíllinn ætti að hafa nægt afl til dráttar ekki stærri kerru en þetta, en hann er með 572 hestöfl undir vélarhlífinni sem koma frá 6,2 lítra V-12 vél. Auk þess er bíllinn fjórhjóladrifinn svo veggripið ætti einnig að vera nægt. Þetta ætti að duga til að gefa geitunum skemmtilegan ökutúr, en það eru ekki margar geitur heimsins sem fá eins virðulegan farskjóta til að skutla sér á milli staða. Geiturnar virðast njóta ökuferðarinnar og liggja sultuslakar á kerrunni í brakandi sólinni í Ástralíu. Sjá má ökuferð þeirra hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent