76 sm urriði úr Laxárdalnum Karl Lúðviksson skrifar 29. júlí 2016 15:00 74 sm urriði úr Laxárdalnum sem var veiddur af Jarrow Batty Mynd: BH Laxá í Mývatnssveit er líklega eitt af þekktustu urriðaveiðisvæðum í evrópu og þangað leita veiðimenn sem vilja setja í stóra urriða. Það er sérstaklega Laxárdalurinn sem er þekktur fyrir stóra urriða og þar er það stærðum frekar en magnið sem dregur veiðimenn að bakkanum. Stærðirnar sem um ræðir á þessu fallega veiðisvæði eru upp í 70 sm fiska og þaðan af stærri. Núna síðustu dagana í júlí hafa veiðst nokkrir höfðingjar í dalnum og sá stærsti sem er búið að landa hingað til er 76 sm fiskur sem veidist í Hjallsendabökkum fyrir tveimur dögum síðan af erlendum veiðimanni. Fiskirnum var að sjálfsögðu sleppt eftir baráttuna. Þegar Facebook síða Laxárdalsins er skoðuð sést hversu vel hefur verið að veiðast af stórum urriðum síðustu daga sem tekur líklega orðróminn um að það veiðist best á svæðinu snemmsumars og þaggar niður í honum. Það eru að veiðast 69-74 sm urriðar reglulega og þeir sem togast á við slíkann fisk einu sinni gleyma því aldrei. Mest lesið Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Nessvæðið í Laxá í Aðaldal til Hreggnasa Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Rjúpnaveiði lokið þetta árið Veiði
Laxá í Mývatnssveit er líklega eitt af þekktustu urriðaveiðisvæðum í evrópu og þangað leita veiðimenn sem vilja setja í stóra urriða. Það er sérstaklega Laxárdalurinn sem er þekktur fyrir stóra urriða og þar er það stærðum frekar en magnið sem dregur veiðimenn að bakkanum. Stærðirnar sem um ræðir á þessu fallega veiðisvæði eru upp í 70 sm fiska og þaðan af stærri. Núna síðustu dagana í júlí hafa veiðst nokkrir höfðingjar í dalnum og sá stærsti sem er búið að landa hingað til er 76 sm fiskur sem veidist í Hjallsendabökkum fyrir tveimur dögum síðan af erlendum veiðimanni. Fiskirnum var að sjálfsögðu sleppt eftir baráttuna. Þegar Facebook síða Laxárdalsins er skoðuð sést hversu vel hefur verið að veiðast af stórum urriðum síðustu daga sem tekur líklega orðróminn um að það veiðist best á svæðinu snemmsumars og þaggar niður í honum. Það eru að veiðast 69-74 sm urriðar reglulega og þeir sem togast á við slíkann fisk einu sinni gleyma því aldrei.
Mest lesið Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Nessvæðið í Laxá í Aðaldal til Hreggnasa Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Rjúpnaveiði lokið þetta árið Veiði