BMW Elvis Presley nýuppgerður Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 15:22 Þessi BMW 507 Roadstar var í eigu Elvis Presley til margra ára en hann keypti bílinn í Þýskalandi er hann var í Bandaríska hernum þar, en Elvis þurfti að gegna herþjónustu eins og aðrir ungir Bandaríkjamenn og var kallaður í herinn í mars árið 1958 og var kallaður til Þýskalands í október það sama ár. Þegar bíllinn fannst fyrir um tveimur árum síðan var hann ekki í svo góðu ástandi, eins og á myndinni má sjá. Hann var þá í eigu Jack Castor, sem keypt hafði bílinn af Elvis árið 1968. Það var svo BMW Classic Group sem tók að sér að gera bílinn upp og er hann nú kominn í fullkomið ástand og eins og nýr. Bíllinn verður sýndur á bílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance þann 21. ágúst næstkomandi. Hann er af árgerð 1957 en aðeins voru smíðuð 254 eintök af þessum bíl og hann því fágætur. BMW 507 Roadster var skruggukerra með 220 hestafla vél og var því með öflugustu bílum þess tíma sem hann var smíðaður á. Öll eftirlifandi eintök hans eru mjög verðmæt, enda þykir BMW 507 vera einn merkasti bíll bílasögunnar á meðal sportbíla. Bílar video Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent
Þessi BMW 507 Roadstar var í eigu Elvis Presley til margra ára en hann keypti bílinn í Þýskalandi er hann var í Bandaríska hernum þar, en Elvis þurfti að gegna herþjónustu eins og aðrir ungir Bandaríkjamenn og var kallaður í herinn í mars árið 1958 og var kallaður til Þýskalands í október það sama ár. Þegar bíllinn fannst fyrir um tveimur árum síðan var hann ekki í svo góðu ástandi, eins og á myndinni má sjá. Hann var þá í eigu Jack Castor, sem keypt hafði bílinn af Elvis árið 1968. Það var svo BMW Classic Group sem tók að sér að gera bílinn upp og er hann nú kominn í fullkomið ástand og eins og nýr. Bíllinn verður sýndur á bílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance þann 21. ágúst næstkomandi. Hann er af árgerð 1957 en aðeins voru smíðuð 254 eintök af þessum bíl og hann því fágætur. BMW 507 Roadster var skruggukerra með 220 hestafla vél og var því með öflugustu bílum þess tíma sem hann var smíðaður á. Öll eftirlifandi eintök hans eru mjög verðmæt, enda þykir BMW 507 vera einn merkasti bíll bílasögunnar á meðal sportbíla.
Bílar video Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent