Handbolti

Óli Stef steingleymdi sér í fagnaðarlátunum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur gleymdi sér aðeins.
Ólafur gleymdi sér aðeins. vísir/stefán
Ísland vann frábæran sigur, 23-19, á Slóveníu í B-riðli á EM U-20 ára landsliða í handbolta í kvöld.

Með sigrinum tryggðu íslensku strákarnir sér sæti í millirðli. Þeir mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í B-riðil klukkan 18:00 á sunnudaginn.

Íslensku strákarnir fögnuðu vel og innilega í leikslok enda ærin ástæða til.

Ólafur Stefánsson, annar þjálfara liðsins, tók þátt í fagnaðarlátunum þangað til hann virtist allt í einu átta sig á því að hann átti eftir að taka í spaðann á slóvenska þjálfarateyminu. Ólafur rauk út úr sigurhringnum og breyttist á svipstundu aftur í þjálfara ef svo má segja.

Handboltamaðurinn Leó Snær Pétursson, sem leikur með Malmö í Svíþjóð, var fljótur að hugsa og birti myndband af þessu broslega atviki á Twitter eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stórir, þungir og líklegir til afreka í Danmörku

Karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri hefur leik á EM í Danmörku í dag. Sama lið vann stórmót í fyrra og hafnaði í þriðja sæti á HM í Rússlandi. Öðruvísi leikmenn en hafa sést áður.

Strákarnir byrja á sigri

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann eins marks sigur, 32-31, á Rússum í fyrsta leik sínum í B-riðli á EM í Danmörku í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×