102 sm lax í Vatnsdalsá lét hafa fyrir sér Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2016 13:00 102 sm laxinn í höndum vaskrar veiðkonu í Vatnsdalsá. Mynd: www.vatnsdalsa.is Veiðin í Vatnsdalsá hefur verið lífleg og stórlaxahlutfallið í ánni að sama skapi verið gott. Það sem leigutaki Vatnsdalsár má eiga skuldlaust er gott upplýsingaflæði úr veiðibók Vatnsdalsár en hún er rafræn svo hægt er að skoða hana og sjá hvernig veiðin hefur verið, hvar laxinn er að taka og hvað hann er að taka. Það má sjá þessar upplýsingar hér. Þegar veiðibókin er skoðuð sést að stórlaxahlutfallið er gott sem endranær en síðustu daga hefur smálaxinn verið að skila sér í auknum mæli og það er gott. Þegar tekið er saman hvaða flugur gefa best í ánni er Sunray Shadow með 36 laxa, Collie Dog með 34 laxa, Rauður Frances 31 lax, Friggi 28 laxa og Hitch flugur með 16 laxa. Það liggja stórlaxar í Vatnsdalsá og nýlega kom einn 102 sem úr ánni en hann lét líka hafa aðeins fyrir sér. Laxinn tók í Vaðhvammi og var landað í Neðri Stekkjarstreng. Hvorugur þessara staða kemst þó á blað yfir bestu veiðistaðina í Vatnsdalsá en sá aflahæsti er að venju Hnausastrengur en hann hefur gefið 126 laxa eða rétt tæplega helming veiðinnar. Mest lesið Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði
Veiðin í Vatnsdalsá hefur verið lífleg og stórlaxahlutfallið í ánni að sama skapi verið gott. Það sem leigutaki Vatnsdalsár má eiga skuldlaust er gott upplýsingaflæði úr veiðibók Vatnsdalsár en hún er rafræn svo hægt er að skoða hana og sjá hvernig veiðin hefur verið, hvar laxinn er að taka og hvað hann er að taka. Það má sjá þessar upplýsingar hér. Þegar veiðibókin er skoðuð sést að stórlaxahlutfallið er gott sem endranær en síðustu daga hefur smálaxinn verið að skila sér í auknum mæli og það er gott. Þegar tekið er saman hvaða flugur gefa best í ánni er Sunray Shadow með 36 laxa, Collie Dog með 34 laxa, Rauður Frances 31 lax, Friggi 28 laxa og Hitch flugur með 16 laxa. Það liggja stórlaxar í Vatnsdalsá og nýlega kom einn 102 sem úr ánni en hann lét líka hafa aðeins fyrir sér. Laxinn tók í Vaðhvammi og var landað í Neðri Stekkjarstreng. Hvorugur þessara staða kemst þó á blað yfir bestu veiðistaðina í Vatnsdalsá en sá aflahæsti er að venju Hnausastrengur en hann hefur gefið 126 laxa eða rétt tæplega helming veiðinnar.
Mest lesið Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði