Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2016 14:00 Þessi knáa veiðikona heitir Kristín og heldur hér á 2 punda bleikju úr Snjóölduvatni. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir www.veidivotn.is Veiðivötn fara mjög vel af stað og það er mikill munur á því hvernig veiðin er núna miðað við í fyrra. Það sést ágætlega þegar veiðitölur eru skoðaðar að það er að veiðast vel á vatnasvæðinu betur þekkt sem Veiðivötn. Alls veiddist 24361 fiskur í Veiðivötnum. Þar af fengust 5820 fiskar í net og 18541 fiskur á stöng. Á stangveiðitímanum veiddust 17970 fiskar, 7671 urriði og 10299 bleikjur og 571 fiskur veiddist á stöng á netaveiðitímanum. Bleikja var uppistaðan í veiðinni í Nýjavatni, Langavatni og Snjóölduvatni og því er eins farið núna það sem ef er sumri. Fram til dagsins í gær hafa veiðst 9.015 fiskar sem er rétt um 50% af heildarveiðinni í fyrra, þ.e.a.s. á stöng. Alls eru þetta 3.095 urriðar og 5.920 bleikjur. Topp fimm vötnin eru Snjóölduvatn en þar hafa veiðst 2.769 fiskar, Litli Sjór með 1.567 fiska, Nýja Vatn með 1.540 fiska, Langavatn með 785 fiska og Hraunvötn með 459 fiska. Veiði á flugu er alltaf að aukast og dæmi eru um að veiðimenn séu eingöngu með flugu og veiði mun meira en þeir sem noti beitu og virðist þetta sérstaklega eiga við í þeim vötnum þar sem mest veiðist af bleikju. Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði
Veiðivötn fara mjög vel af stað og það er mikill munur á því hvernig veiðin er núna miðað við í fyrra. Það sést ágætlega þegar veiðitölur eru skoðaðar að það er að veiðast vel á vatnasvæðinu betur þekkt sem Veiðivötn. Alls veiddist 24361 fiskur í Veiðivötnum. Þar af fengust 5820 fiskar í net og 18541 fiskur á stöng. Á stangveiðitímanum veiddust 17970 fiskar, 7671 urriði og 10299 bleikjur og 571 fiskur veiddist á stöng á netaveiðitímanum. Bleikja var uppistaðan í veiðinni í Nýjavatni, Langavatni og Snjóölduvatni og því er eins farið núna það sem ef er sumri. Fram til dagsins í gær hafa veiðst 9.015 fiskar sem er rétt um 50% af heildarveiðinni í fyrra, þ.e.a.s. á stöng. Alls eru þetta 3.095 urriðar og 5.920 bleikjur. Topp fimm vötnin eru Snjóölduvatn en þar hafa veiðst 2.769 fiskar, Litli Sjór með 1.567 fiska, Nýja Vatn með 1.540 fiska, Langavatn með 785 fiska og Hraunvötn með 459 fiska. Veiði á flugu er alltaf að aukast og dæmi eru um að veiðimenn séu eingöngu með flugu og veiði mun meira en þeir sem noti beitu og virðist þetta sérstaklega eiga við í þeim vötnum þar sem mest veiðist af bleikju.
Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði