Christopher Bailey hættur sem forstjóri Burberry Ritstjórn skrifar 11. júlí 2016 20:30 Glamour/Getty Burberry hefur ákveðið að skipta út Christopher Bailey sem forstjóra tískuhússins en í hans stað kemur Marco Gobbetti, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá franska tískuhúsinu Celine. Hlutabréf Burberry tískuhússins hækkuðu um 6 prósent við þessar fréttir en einhver óánægja hefur verið meðal hluthafa með Bailey sem forstjóra en hann hefur gegnt því hlutverki samhliða því að vera listrænn stjórnandi tískuhússins í nokkur ár. Gobbetti mun taka við keflinu á næsta ári en Bailey heldur situr áfram sem listrænn stjórnandi. Sjálfur er hann ánægður með þessi skipti og segist hlakka til að vinna með Gobbetti í framtíðinni samkvæmt frétt BBC. Lúxusfatamerkin hefur verið í ákveðinni krísu undanfarið og brá Burberry á það ráð að bjóða fólki að kaupa föt í beint af tískupallinum. Var það liður í að færa fötin nær viðskiptavininum en ekki er vitað hvernig það gekk. Sjáum hvort Gobbetti nái að leysa vandann. Mest lesið Vegan vörur í hárið Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Veldu þínar uppáhaldssnyrtivörur Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Bleik nærföt frá Stellu McCartney Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Kendall Jenner er andlit La Perla Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour
Burberry hefur ákveðið að skipta út Christopher Bailey sem forstjóra tískuhússins en í hans stað kemur Marco Gobbetti, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá franska tískuhúsinu Celine. Hlutabréf Burberry tískuhússins hækkuðu um 6 prósent við þessar fréttir en einhver óánægja hefur verið meðal hluthafa með Bailey sem forstjóra en hann hefur gegnt því hlutverki samhliða því að vera listrænn stjórnandi tískuhússins í nokkur ár. Gobbetti mun taka við keflinu á næsta ári en Bailey heldur situr áfram sem listrænn stjórnandi. Sjálfur er hann ánægður með þessi skipti og segist hlakka til að vinna með Gobbetti í framtíðinni samkvæmt frétt BBC. Lúxusfatamerkin hefur verið í ákveðinni krísu undanfarið og brá Burberry á það ráð að bjóða fólki að kaupa föt í beint af tískupallinum. Var það liður í að færa fötin nær viðskiptavininum en ekki er vitað hvernig það gekk. Sjáum hvort Gobbetti nái að leysa vandann.
Mest lesið Vegan vörur í hárið Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Veldu þínar uppáhaldssnyrtivörur Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Bleik nærföt frá Stellu McCartney Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Kendall Jenner er andlit La Perla Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour