Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 09:44 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Molde Fotballklubb á Youtube Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er því kominn með annan íslenskan framherja í liðið sitt en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Molde í aðdraganda EM í Frakklandi. Björn Bergmann er að snúa aftur til liðsins en hann kom þangað á láni frá Wolves tímabilið 2014 og varð þá norskur meistari með liðinu. Samningur Björns og Wolves rann út í sumar og hann var því að leita sér að nýju liði. „Eftir að ég talaði við Ole Gunnar þá vissi ég að ég vildi koma til baka. Það var frábært að vera hérna í fyrra skiptið fyrir tveimur árum síðan. Samningaviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og ég er mjög ánægður," sagði Björn Bergmann Sigurðarson við heimasíðu Molde. Björn Bergmann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Molde sumarið 2014 en var óheppin með meiðsli eins og oft áður á sínum ferli. Hann missti líka mikið úr á síðasta tímabili með Wolves. Björn Bergmann spilaði í fjögur tímabil með Lilleström áður en hann fór til Englands. Ole Gunnar Solskjær segist hafa fylgst með Birni frá árinu 2011 og hann hrósar íslenska framherjanum mikið á heimasíðu Molde. „Hann er líkamlega sterkur leikmaður og mjög klókur. Hann er sterkur í loftinu og með góðar tímasetningar. Hann getur spilað sem tía og fengið boltann í fæturna. Vinstri og hægri fóturinn er nánast jafnöflugur hjá honum og hann vill spila boltanum. Hann er líka vinnusamur eins og allir íslenskir leikmenn. Það mikilvægasta er að hann er liðsmaður og mun gera okkur að betra liði," sagði Ole Gunnar Solskjær. Það er hægt að sjá myndband frá Molde um komu íslenska framherjans með því að smella hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er því kominn með annan íslenskan framherja í liðið sitt en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Molde í aðdraganda EM í Frakklandi. Björn Bergmann er að snúa aftur til liðsins en hann kom þangað á láni frá Wolves tímabilið 2014 og varð þá norskur meistari með liðinu. Samningur Björns og Wolves rann út í sumar og hann var því að leita sér að nýju liði. „Eftir að ég talaði við Ole Gunnar þá vissi ég að ég vildi koma til baka. Það var frábært að vera hérna í fyrra skiptið fyrir tveimur árum síðan. Samningaviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og ég er mjög ánægður," sagði Björn Bergmann Sigurðarson við heimasíðu Molde. Björn Bergmann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Molde sumarið 2014 en var óheppin með meiðsli eins og oft áður á sínum ferli. Hann missti líka mikið úr á síðasta tímabili með Wolves. Björn Bergmann spilaði í fjögur tímabil með Lilleström áður en hann fór til Englands. Ole Gunnar Solskjær segist hafa fylgst með Birni frá árinu 2011 og hann hrósar íslenska framherjanum mikið á heimasíðu Molde. „Hann er líkamlega sterkur leikmaður og mjög klókur. Hann er sterkur í loftinu og með góðar tímasetningar. Hann getur spilað sem tía og fengið boltann í fæturna. Vinstri og hægri fóturinn er nánast jafnöflugur hjá honum og hann vill spila boltanum. Hann er líka vinnusamur eins og allir íslenskir leikmenn. Það mikilvægasta er að hann er liðsmaður og mun gera okkur að betra liði," sagði Ole Gunnar Solskjær. Það er hægt að sjá myndband frá Molde um komu íslenska framherjans með því að smella hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira