Telja að Sigríður Björk hafi byggt ákvörðun sína á orðrómi en ekki gögnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2016 12:49 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi. Kemur þetta fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins um málið en ráðuneytið hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, samkvæmt frétt RÚV, að Sigríður Björk hafi fyrst og fremst byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögnum. Þá hafi hún með ákvörðuninni brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar en honum var vikið tímabundið frá störfum í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við brotamenn. Auk þess að vera vikið úr starfi fór maðurinn á hálf laun. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður málið á hendur lögreglumanninum. Ekkert saknæmt kom í ljós við rannsókn málsisn sem var ítarleg, samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum. Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi. Kemur þetta fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins um málið en ráðuneytið hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, samkvæmt frétt RÚV, að Sigríður Björk hafi fyrst og fremst byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögnum. Þá hafi hún með ákvörðuninni brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar en honum var vikið tímabundið frá störfum í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við brotamenn. Auk þess að vera vikið úr starfi fór maðurinn á hálf laun. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður málið á hendur lögreglumanninum. Ekkert saknæmt kom í ljós við rannsókn málsisn sem var ítarleg, samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum.
Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43
Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22