Bresku forsætisráðherrahjónin kunna að klæða sig Ritstjórn skrifar 14. júlí 2016 10:30 Theresa og Philip May eru bæði smekksfólk. Myndir/Getty Theresa May var sett inn í embætti forsætisráðherra Bretlands í gær. Hún og maður hennar mættu þá fyrir utan Dawningsstræti 10 þar sem hún hélt sína fyrstu ræðu sem æðsta embættiskona landsins. Eiginmaður hennar, Philip May, stóð við hlið hennar eins og þau hafa gert fyrir hvort annað seinustu 36 ár. Það sem vakti þó athygli í gær var klæðaburður hjónanna. Theresa hefur oft látið eftir sér að hún elski tísku, þá sérstaklega skó og fylgihluti. Það er greinilegt að Philið sé eins en miðað við jakkafötin og skóvalið hans á sínum fyrsta viðburði sem eiginmaður forsætisráðherra þá lofar framhaldið góðu. Theresa var klædd í svarta millisíða kápu sem var græn að neðan. Skemmtileg útfærsla á þessu hefðbundna ráðherra dressi. Svo var hún í hlébarða hælum í stíl sem settu punktinn yfir i-ið. Philið var í flott sniðnum dökkbláum jakkafötum og með ljósblátt bindi í stíl. Það sem fólk var þó mest að missa sig yfir voru gleraugun hans og skórnir. Hringlóttu gleraugun settu skemmtilegan svip á dressið og alvöru svartir brogues skór gerðu jakkafötin töffaralegri. Það er greinilegt að May hjónin eru mikið smekkfólk og það verður spennandi að fylgjast með fatavali þeirra í framtíðinni. Theresa var í ansi skemmtilegri tvílitri kápu á meðan Philip var í fallega sniðnum jakkafötum.Skóval hjónanna hefur vakið mikla athygli. Hann í svörtum flottum brogues skóm og hún í támjóum hlébarða hælum.Theresa var auðvitað með fylgihlutavalið á hreinu en þessi glæsilega hlekkja-hálsfesti passar fullkomlega við dressið hennar. Mest lesið Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour "Ekki séns að hún sé ómáluð“ Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Svarthvítar hetjur Dior Glamour
Theresa May var sett inn í embætti forsætisráðherra Bretlands í gær. Hún og maður hennar mættu þá fyrir utan Dawningsstræti 10 þar sem hún hélt sína fyrstu ræðu sem æðsta embættiskona landsins. Eiginmaður hennar, Philip May, stóð við hlið hennar eins og þau hafa gert fyrir hvort annað seinustu 36 ár. Það sem vakti þó athygli í gær var klæðaburður hjónanna. Theresa hefur oft látið eftir sér að hún elski tísku, þá sérstaklega skó og fylgihluti. Það er greinilegt að Philið sé eins en miðað við jakkafötin og skóvalið hans á sínum fyrsta viðburði sem eiginmaður forsætisráðherra þá lofar framhaldið góðu. Theresa var klædd í svarta millisíða kápu sem var græn að neðan. Skemmtileg útfærsla á þessu hefðbundna ráðherra dressi. Svo var hún í hlébarða hælum í stíl sem settu punktinn yfir i-ið. Philið var í flott sniðnum dökkbláum jakkafötum og með ljósblátt bindi í stíl. Það sem fólk var þó mest að missa sig yfir voru gleraugun hans og skórnir. Hringlóttu gleraugun settu skemmtilegan svip á dressið og alvöru svartir brogues skór gerðu jakkafötin töffaralegri. Það er greinilegt að May hjónin eru mikið smekkfólk og það verður spennandi að fylgjast með fatavali þeirra í framtíðinni. Theresa var í ansi skemmtilegri tvílitri kápu á meðan Philip var í fallega sniðnum jakkafötum.Skóval hjónanna hefur vakið mikla athygli. Hann í svörtum flottum brogues skóm og hún í támjóum hlébarða hælum.Theresa var auðvitað með fylgihlutavalið á hreinu en þessi glæsilega hlekkja-hálsfesti passar fullkomlega við dressið hennar.
Mest lesið Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour "Ekki séns að hún sé ómáluð“ Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour Svarthvítar hetjur Dior Glamour