Veiðimenn bíða spenntir eftir næsta straum Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2016 09:45 Mynd: www.hreggnasi Í dag er lægsti straumur á flóðum og nú fer straumurinn aftur hækkandi með tilheyrandi spennu fyrir smálaxagöngum. Stórlaxagöngurnar voru alls staðar mun betri en á sama tíma og í fyrra og fyrr á ferðinni þar að auki. Til að gefa smá samanburð á milli ára þá hafa veiðst um 4.000 fleiri laxar á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Smálaxagöngurnar hafa ekki verið mjög sterkar en engu að síður hafa veiðimenn tekið eftir því að það fjölgar sífellt smálaxi í ánum en það er samt ekki kominn neinn kraftur ennþá, í það minnsta ekki það sem menn bjuggust við eftir jafn hressilegar tveggja ára laxagöngur. Vorið í fyrra var kalt og yfirleitt hefur það verið reglan að á eftir köldum vorum komi minna af smálaxi árið eftir. Það hefur þó líka gerst að þær komi bara seinna en það er víst ekkert hægt að spá fyrir um þetta með neinni nákvæmni svo þetta á líklega bara allt eftir að koma í ljós á næstu dögum. Þann 21. júlí er næsta stórstreymi og bíða veiðimenn spenntir eftir því að sjá hverju það skilar í árnar. Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði
Í dag er lægsti straumur á flóðum og nú fer straumurinn aftur hækkandi með tilheyrandi spennu fyrir smálaxagöngum. Stórlaxagöngurnar voru alls staðar mun betri en á sama tíma og í fyrra og fyrr á ferðinni þar að auki. Til að gefa smá samanburð á milli ára þá hafa veiðst um 4.000 fleiri laxar á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Smálaxagöngurnar hafa ekki verið mjög sterkar en engu að síður hafa veiðimenn tekið eftir því að það fjölgar sífellt smálaxi í ánum en það er samt ekki kominn neinn kraftur ennþá, í það minnsta ekki það sem menn bjuggust við eftir jafn hressilegar tveggja ára laxagöngur. Vorið í fyrra var kalt og yfirleitt hefur það verið reglan að á eftir köldum vorum komi minna af smálaxi árið eftir. Það hefur þó líka gerst að þær komi bara seinna en það er víst ekkert hægt að spá fyrir um þetta með neinni nákvæmni svo þetta á líklega bara allt eftir að koma í ljós á næstu dögum. Þann 21. júlí er næsta stórstreymi og bíða veiðimenn spenntir eftir því að sjá hverju það skilar í árnar.
Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði