Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Ritstjórn skrifar 15. júlí 2016 12:00 Gigi og Ashton sýna hvað í þeim býr í Vogue. Fyrirsætan Gigi Hadid prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Vogue ásamt frjálsíþróttamanninum Ashton Eaton. Myndirnar eru teknar af Mario Testino sem er einn af uppáhalds ljósmyndurum Anna Wintour, ritstjóra Vogue. Þetta er í fyrsta skiptið sem að Gigi prýðir forsíðu bandaríska Vogue en hún hefur áður verið framan á Vogue í París, Brasilíu, Spáni o.fl. Hvert einasta sumar fyrir Ólympíuleikana gefur Vogue út tölublað sem er tileinkað þessari stærstu íþróttahátíð heims. Ashton er ein bjartasta von bandaríska liðsins þetta árið en hann hefur verið að sópa að sér gullpeninga á verðlaunapöllunum seinustu ár. Eins og flestir vita er Gigi Hadid ein þekktasta fyrirsæta heims í dag en hún hefur setið fyrir öll helstu tímarit og tískumerki heims. Þetta er því merkur áfangi fyrir hana að sitja loksins fyrir á einu mest lesna tískutímariti heims. Myndaþátturinn er skotinn af Mario Testino.Ashton og Gigi eru vægast sagt stæðileg í nýjasta tölublaði Vogue.Gigi pósar og Ashton æfir. Þau eru góð í því sem þau gera! Mest lesið "Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Láttu slabbið ekki stoppa þig Glamour Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour
Fyrirsætan Gigi Hadid prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Vogue ásamt frjálsíþróttamanninum Ashton Eaton. Myndirnar eru teknar af Mario Testino sem er einn af uppáhalds ljósmyndurum Anna Wintour, ritstjóra Vogue. Þetta er í fyrsta skiptið sem að Gigi prýðir forsíðu bandaríska Vogue en hún hefur áður verið framan á Vogue í París, Brasilíu, Spáni o.fl. Hvert einasta sumar fyrir Ólympíuleikana gefur Vogue út tölublað sem er tileinkað þessari stærstu íþróttahátíð heims. Ashton er ein bjartasta von bandaríska liðsins þetta árið en hann hefur verið að sópa að sér gullpeninga á verðlaunapöllunum seinustu ár. Eins og flestir vita er Gigi Hadid ein þekktasta fyrirsæta heims í dag en hún hefur setið fyrir öll helstu tímarit og tískumerki heims. Þetta er því merkur áfangi fyrir hana að sitja loksins fyrir á einu mest lesna tískutímariti heims. Myndaþátturinn er skotinn af Mario Testino.Ashton og Gigi eru vægast sagt stæðileg í nýjasta tölublaði Vogue.Gigi pósar og Ashton æfir. Þau eru góð í því sem þau gera!
Mest lesið "Parisian Chic" fyrir karla heitir nýjasta lína Balenciaga Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Láttu slabbið ekki stoppa þig Glamour Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour