Nordsjælland vann stórsigur, 0-4, á Viborg í fyrsta leik tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland í leiknum og hélt hreinu. Rúnar varði bæði skot Viborg-manna sem hittu á markið.
Rúnar er eini Íslendingurinn sem er eftir hjá Nordsjælland en þeir voru á tíma fjórir.
Rúnar hefur nú leikið fimm deildarleiki fyrir Nordsjælland og haldið hreinu í tveimur þeirra, í bæði skiptin gegn Viborg.
Tobias P. Mikkelsen, Marcus Ingvartsen, Ramon Rodrigues og Joshua John skoruðu mörk Nordsjælland sem fer vel af stað á tímabilinu.
Ólafur Kristjánsson þjálfaði Nordsjælland í um eitt og hálft ár en hann var látinn fara í desember á síðasta ári. Ólafur er nú tekinn við liði Randers sem mætir Midtjylland í fyrsta leik sínum á mánudaginn kemur.
Rúnar Alex hélt hreinu í opnunarleik dönsku deildarinnar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti

„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti




Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti