Golf

Axel undir pari þriðja hringinn í röð og sigraði Borgunarmótið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Axel brosmildur með sigurverðlaunin í dag.
Axel brosmildur með sigurverðlaunin í dag. Vísir/GSÍ
Axel Bóasson, kylfingur úr GK, bar sigur úr býtum á Borgunarmótinu á heimavelli sínum er hann lauk leik á átta höggum undir pari en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni.

Axel var með eins höggs forskot á Gísla Sveinbergsson fyrir lokahringinn í dag en hann byrjaði daginn af krafti og nældi í þrjá fugla á fyrstu fimm holunum í dag.

Gísli fékk tvöfaldan skolla á þriðju holu og missti af Axeli en Alfreð Brynjar Kristinsson byrjaði vel og fékk einn fugl og örn á fyrstu þremur holum vallarins.

Axel hélt forskotinu allt til loka hringsins en Alfreð Brynjar og Gísli voru aldrei langt undan. Kom það ekki að sök að Axel skyldi fá skolla á lokaholunni því sigurinn var í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×