Hratt fallandi vatn í laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2016 11:00 Vatnsstaðan í laxveiðiánum á vesturlandi fer að verða ískyggileg ef ekki fer að rigna hressilega næstu vikur. Það er engin rigning í kortunum næstu vikurnar svo það stefnir í aðra viku þar sem vatnsmagn laxveiðiánna heldur áfram að lækka en enn sem komið er á þetta aðeins við um vestur- og norð vesturland. Dragárnar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessu ástandi og þær eru að falla hratt í vatni. Ofan í þetta er svo spáð heitu veðri alla næstu viku sem á eftir að hita árnar upp en það gerir ástandið bara enn verra. Það er eitt að glíma við vatnsleysi og annað að glíma við bæði vatnsleysi og hækkandi hita í ánum í þokkabót. Þegar sólin glennir sig ofan í þetta er áskorunin við að ná laxi á land orðin ansi erfið og helst að fyrstu tveir til þrít tímarnir á morgnana og síðustu tímarnir á kvöldin gefi einhverja veiði. Það er nóg af laxi í flestum ánum og yfirleitt ágætis göngur en það hefur þó skeð að laxinn hreinlega gangi ekki inn á meðan ástandið er eins og það er en bíði heldur þess að árnar hækki aftur í vatni og þá kemur oft hressileg gusa af laxi í árnar. Þetta hefur oft gerst áður svo þeir sem eiga daga síðsumars í árnar á vesturlandi brosa bara yfir þessu ástandi og vona að haustrigningarnar komi bara tímanlega. Mest lesið Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði
Vatnsstaðan í laxveiðiánum á vesturlandi fer að verða ískyggileg ef ekki fer að rigna hressilega næstu vikur. Það er engin rigning í kortunum næstu vikurnar svo það stefnir í aðra viku þar sem vatnsmagn laxveiðiánna heldur áfram að lækka en enn sem komið er á þetta aðeins við um vestur- og norð vesturland. Dragárnar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessu ástandi og þær eru að falla hratt í vatni. Ofan í þetta er svo spáð heitu veðri alla næstu viku sem á eftir að hita árnar upp en það gerir ástandið bara enn verra. Það er eitt að glíma við vatnsleysi og annað að glíma við bæði vatnsleysi og hækkandi hita í ánum í þokkabót. Þegar sólin glennir sig ofan í þetta er áskorunin við að ná laxi á land orðin ansi erfið og helst að fyrstu tveir til þrít tímarnir á morgnana og síðustu tímarnir á kvöldin gefi einhverja veiði. Það er nóg af laxi í flestum ánum og yfirleitt ágætis göngur en það hefur þó skeð að laxinn hreinlega gangi ekki inn á meðan ástandið er eins og það er en bíði heldur þess að árnar hækki aftur í vatni og þá kemur oft hressileg gusa af laxi í árnar. Þetta hefur oft gerst áður svo þeir sem eiga daga síðsumars í árnar á vesturlandi brosa bara yfir þessu ástandi og vona að haustrigningarnar komi bara tímanlega.
Mest lesið Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði