Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2016 11:23 Benedikt hefur hvorki rætt við Höllu né Pál um hugsanlegt framboð þeirra tveggja. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira