Erlent

Árásarmaðurinn í Baton Rouge hafði hvatt svarta til að svara ofbeldi lögreglumanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Gavin Long
Gavin Long Vísir/YouTube
Maðurinn sem er sagður myrt þrjá lögreglumenn í borginni Baton Rouge í Bandaríkjunum hafði birt þrjú myndskeið þar sem hann kvartaði undan harðræði lögreglu í garð þeldökkra. Hvatti hann fólk til andófs gegn yfirvöldum vegna þessarar meðferðar.

Í einu af myndskeiðunum lagði Gavin Long áherslu á að hann væri ekki tengdur neinum samtökum en væri hins vegar tengdur réttlæti.

Hann var fyrrverandi landgönguliði enn var felldur af lögreglu á sunnudagsmorgun eftir að hafa sjálfur myrt þrjá lögreglumenn. 

Ástandið hefur verið eldfimt undanfarið eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í Baton Rogue fyrir tveimur vikum. Olli það mótmælum víðs vegar um Bandaríkin og var kveikjan að árás fyrrverandi hermanns á lögreglu í Dallas þar sem hann skaut fimm lögreglumenn til bana.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Bandaríkjamenn standi saman og halda sig frá umræðu sem getur valdið sundurlyndi.



Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC
 segir lögreglu í Louisiana hafa borið kennsl á Gavin Long sem árásarmanninn í Baton Rouge




Fleiri fréttir

Sjá meira


×