"Ekkert erfiðara að vera stelpa en strákur í fótbolta“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. júlí 2016 16:00 Hallbera Guðný Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru knattspyrnukonur í heimsklassa og sitja fyrir svörum í nýjasta tölublaði Glamour. Myndir/Rakel Tómas Kastljós erlendra fjölmiðla er á Íslandi. Aftur. Í þetta sinn er þó ekki um að kenna óblíðum náttúruöflum sem lama flugsamgöngur um heiminn; það er ekki verið að lækka lánshæfismat landsins niður í ruslflokk í kjölfar fjármálahruns. Nú er erlendum fjölmiðlum tíðrætt um fótboltaþjóðina Ísland. 330.000 manna þjóð í fyrsta sinn á stórmóti í fótbolta. Stórkostlegur árangur. Engum blöðum um það að fletta. En svo öllu sé haldið til haga, þá er þetta raunar fjórða Evrópumeistaramótið sem íslenskt landslið tekur þátt í. Stelpurnar okkar, sem eru í sextánda sæti á styrkleikalista FIFA, hafa nefnilega þrisvar tekið þátt í stórmótum – árin 1995, 2009 og 2013. Þær eiga möguleika á sæti á Evrópumótinu sem haldið verður í Hollandi á næsta ári.Í nýjasta tölublaði Glamour er að finna 13 síðna umfjöllun um fótboltastelpurnar okkar, knattspyrnukonur í heimsklassa og frábærar fyrirmyndir. Hér fyrir neðan má lesa smá úrdrátt úr viðtalinu:„Í gegnum árin hef ég þurft að sætta mig við það að mín íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður mínir og frændur spiluðu, þrátt fyrir að ég hafi lagt jafn mikið á mig og þeir og hugsanlega meira.“ Á þessum orðum hófst pistill Hallberu Guðnýjar Gísladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu frá í maí. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Greinarskrif Hallberu voru orð í tíma töluð en margt hefur nefnilega áunnist nýlega í þessum efnum. Það finnst allavega liðsfélögum hennar sem hittu blaðamann og ljósmyndara Glamour í Gufunesi. „Hallbera hóf byltinguna, það er bara svoleiðis,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins. Fanndís er 25 ára gömul, með munninn fyrir neðan nefið. „Ég nenni ekki að við séum að fara að væla eitthvað í þessu viðtali. Mér finnst geðveikt að Pepsi-deild kvenna séu gerð góð skil á Stöð 2 Sport eftir pistilinn hennar Hallberu. Svoleiðis byrjar þetta. Svo fer að fyllast á völlinn hjá okkur og þá erum við komnar í toppmál,“ segir Fanndís hlæjandi. Þó nokkuð hefur gerst á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan Hallbera ritaði pistilinn, þar sem hún kvartaði meðal annars yfir litlum áhuga fjölmiðla á kvennaboltanum. „En hef ég einhvern rétt á því að kvarta? Eigum við ekki bara að vera þakklátar fyrir það að fjölmiðlar taki sér þó tíma í að skrifa um helstu úrslit og markaskorara? Er ekki of mikið að ætlast til þess að við fáum almennilega umfjöllun og að einhverjir leikir séu jafnvel sýndir í sjónvarpinu? Ég veit að þetta er dýrt og áhuginn er mun minni heldur en á Pepsi-deild karla. En málið er að einhvers staðar þarf að byrja.“ Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og margreyndur þjálfari, stýrir nú þætti um Pepsi-deild kvenna á Stöð 2 Sport, en þættirnir hafa hlotið mikið lof og meira áhorf en reyndustu dagskrárgerðarmenn höfðu séð fyrir. „Deildin er bara geðveikt sterk í ár. Ég held hún hafi aldrei verið svona sterk. Það er auðvitað lítið búið af henni, en það skiptir ekki mestu máli. Það eru nokkrar umferðir búnar og sum úrslit hafa komið mjög á óvart. Það eru lið að fara að blanda sér í toppslaginn sem maður kannski bjóst ekki við í upphafi,“ segir Fanndís og Hallbera tekur undir. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og íslenska kvennalandsliðsins, líka. „Það eru bara miklu fleiri stelpur orðnar ógeðslega góðar í fótbolta.“Þannig að þetta er að breytast?Harpa segir ekkert erfiðara að vera stelpa en strákur í fótbolta. Þær fái að æfa jafn mikið. Fanndís segir að það eina sem geti reynst erfitt sé að fá minni athygli en strákarnir. „Ef fólki finnst það eitthvað erfitt,“ bætir hún við, hlæjandi. Lestu viðtalið við fótboltastelpurnar okkar í nýjasta tölublaði Glamour sem er komið í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér, með því að senda póst á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550. Glamour Tíska Mest lesið Skyggnst bakvið tjöldin hjá JÖR Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour MAC gefur út förðunarlínu fyrir "basic bitch“ Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Snyrtivörur innblásnar af strigaskóm Glamour
Kastljós erlendra fjölmiðla er á Íslandi. Aftur. Í þetta sinn er þó ekki um að kenna óblíðum náttúruöflum sem lama flugsamgöngur um heiminn; það er ekki verið að lækka lánshæfismat landsins niður í ruslflokk í kjölfar fjármálahruns. Nú er erlendum fjölmiðlum tíðrætt um fótboltaþjóðina Ísland. 330.000 manna þjóð í fyrsta sinn á stórmóti í fótbolta. Stórkostlegur árangur. Engum blöðum um það að fletta. En svo öllu sé haldið til haga, þá er þetta raunar fjórða Evrópumeistaramótið sem íslenskt landslið tekur þátt í. Stelpurnar okkar, sem eru í sextánda sæti á styrkleikalista FIFA, hafa nefnilega þrisvar tekið þátt í stórmótum – árin 1995, 2009 og 2013. Þær eiga möguleika á sæti á Evrópumótinu sem haldið verður í Hollandi á næsta ári.Í nýjasta tölublaði Glamour er að finna 13 síðna umfjöllun um fótboltastelpurnar okkar, knattspyrnukonur í heimsklassa og frábærar fyrirmyndir. Hér fyrir neðan má lesa smá úrdrátt úr viðtalinu:„Í gegnum árin hef ég þurft að sætta mig við það að mín íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður mínir og frændur spiluðu, þrátt fyrir að ég hafi lagt jafn mikið á mig og þeir og hugsanlega meira.“ Á þessum orðum hófst pistill Hallberu Guðnýjar Gísladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu frá í maí. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Greinarskrif Hallberu voru orð í tíma töluð en margt hefur nefnilega áunnist nýlega í þessum efnum. Það finnst allavega liðsfélögum hennar sem hittu blaðamann og ljósmyndara Glamour í Gufunesi. „Hallbera hóf byltinguna, það er bara svoleiðis,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins. Fanndís er 25 ára gömul, með munninn fyrir neðan nefið. „Ég nenni ekki að við séum að fara að væla eitthvað í þessu viðtali. Mér finnst geðveikt að Pepsi-deild kvenna séu gerð góð skil á Stöð 2 Sport eftir pistilinn hennar Hallberu. Svoleiðis byrjar þetta. Svo fer að fyllast á völlinn hjá okkur og þá erum við komnar í toppmál,“ segir Fanndís hlæjandi. Þó nokkuð hefur gerst á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan Hallbera ritaði pistilinn, þar sem hún kvartaði meðal annars yfir litlum áhuga fjölmiðla á kvennaboltanum. „En hef ég einhvern rétt á því að kvarta? Eigum við ekki bara að vera þakklátar fyrir það að fjölmiðlar taki sér þó tíma í að skrifa um helstu úrslit og markaskorara? Er ekki of mikið að ætlast til þess að við fáum almennilega umfjöllun og að einhverjir leikir séu jafnvel sýndir í sjónvarpinu? Ég veit að þetta er dýrt og áhuginn er mun minni heldur en á Pepsi-deild karla. En málið er að einhvers staðar þarf að byrja.“ Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og margreyndur þjálfari, stýrir nú þætti um Pepsi-deild kvenna á Stöð 2 Sport, en þættirnir hafa hlotið mikið lof og meira áhorf en reyndustu dagskrárgerðarmenn höfðu séð fyrir. „Deildin er bara geðveikt sterk í ár. Ég held hún hafi aldrei verið svona sterk. Það er auðvitað lítið búið af henni, en það skiptir ekki mestu máli. Það eru nokkrar umferðir búnar og sum úrslit hafa komið mjög á óvart. Það eru lið að fara að blanda sér í toppslaginn sem maður kannski bjóst ekki við í upphafi,“ segir Fanndís og Hallbera tekur undir. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og íslenska kvennalandsliðsins, líka. „Það eru bara miklu fleiri stelpur orðnar ógeðslega góðar í fótbolta.“Þannig að þetta er að breytast?Harpa segir ekkert erfiðara að vera stelpa en strákur í fótbolta. Þær fái að æfa jafn mikið. Fanndís segir að það eina sem geti reynst erfitt sé að fá minni athygli en strákarnir. „Ef fólki finnst það eitthvað erfitt,“ bætir hún við, hlæjandi. Lestu viðtalið við fótboltastelpurnar okkar í nýjasta tölublaði Glamour sem er komið í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér, með því að senda póst á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550.
Glamour Tíska Mest lesið Skyggnst bakvið tjöldin hjá JÖR Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour MAC gefur út förðunarlínu fyrir "basic bitch“ Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Snyrtivörur innblásnar af strigaskóm Glamour