Norðankonur unnu sinn þriðja sigur í röð í Pepsi-deild kvenna í dag þegar ÍBV heimsótti Þór/KA á Akureyri. Þór/KA vann leikinn 2-0.
Þór/KA-liðið skoraði bæði mörkin sín á lokakafla fyrri hálfleiksins en Sandra Stephany Mayor Gutierrez gerði það fyrra á 33. mínútu en Andrea Mist Pálsdóttir skoraði það síðara á 44. mínútu.
Þór/KA náði Val að stigum en er áfram í fjórða sætinu á verri markatölu. Liðið er aftur á móti komið með fimm stiga forskot á ÍBV-liðið sem er áfram í 5. sæti deildarinnar.
Þór/KA hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð án þess að fá á sig mark og við bætist leikur í átta liða úrslitum bikarsins þar sem vann 1-0 sigur á Fylki.
Sandra Stephany Mayor Gutierrez skoraði sigurmarkið á móti Fylki og hefur skorað fjögur mörk í sigurgöngunni. Sandra er kölluð „Gutta" fyrir norðan og þessi landsliðskona Mexíkó hefur heldur betur reynst norðanliðinu vel í sumar.
Þór/KA-liðið tapaði 6-1 á móti Val 29. júní síðastliðinn en hefur svarað þessu slæma tapi á Valsvellinum með því að vinna fjóra leiki í röð.
Leikur Þór/KA og ÍBV í kvöld var annar af tveimur leikjum liðanna á Þórsvellinum í þessari viku því liðin mætast aftur í undanúrslitum Borgunarbikarsins á laugardaginn kemur.
Gutta og Þór/KA-stelpurnar á siglingu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Enski boltinn

Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Körfubolti

