Uppsagnir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2016 17:02 Heilbrigðisstofnun Suðurlands. vísir/pjetur Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) þá hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp nokkrum starfsmönnum. „Við ákváðum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Skrifstofufólki og stjórnendum sagt upp Herdís segir að uppsagnirnar sem grípa þurfti til muni ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu.Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.mynd/úr einkasafni„Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum“, bætir Herdís við.Þingmenn upplýstir Herdís leggur áherslu á að hagræðingin og endurskipulagning á starfsemi var unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. „Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá má geta þess að þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi hafa verið upplýstir um ástandið á stofnuninni. X16 Suður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) þá hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp nokkrum starfsmönnum. „Við ákváðum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Skrifstofufólki og stjórnendum sagt upp Herdís segir að uppsagnirnar sem grípa þurfti til muni ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu.Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.mynd/úr einkasafni„Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum“, bætir Herdís við.Þingmenn upplýstir Herdís leggur áherslu á að hagræðingin og endurskipulagning á starfsemi var unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. „Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá má geta þess að þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi hafa verið upplýstir um ástandið á stofnuninni.
X16 Suður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira